Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 308
300
Við óbreytta framleiðslustefnu er því spurningin hvort unnt reynist að nýta aukna af-
urðagetu án þess að það gangi út yfir endingu kúnna. Blöndun kúnna og hreinræktun tekur
langan tíma og afkastaukningin verður þvf smám saman í átt að hinu innflutta kyni. Það fellur
utan ramma þessa erindis að fjalla um skipulag hugsanlegs innflutnings. Það rná þó ætla að
minnsta kosti 10 ár líði frá því að fyrstu kýrnar af nýju kyni bera þar til allar kýr í landinu
verða að meðaltali 1/2 blóðs eða meira.
Eins og áður segir eru ekki aðrar vísbendingar um mismun milli kynja í afurðasemi en
þær sem komu fram í Færeyjatilrauninni s.n. Þar virðast NRF kýr á 1. mjaltaskeiði skila um
25% meiri afurðum en íslenskar kýr þegar fóðrað er eftir íslensku fóðrunarkerfi (Jón V. Jón-
mundsson 1996).
Gera má sér í hugarlund líklega þróun um afurðir og þyngd gripa á aðlögunartímanum
og þegar skiptin hafa átt sér stað. Sé miðað við tölur úr skýrsluhaldi ársins 1994, og gert ráð
fyrir að hið nýja kúakyn hafi svipaða eiginleika og NRF kynið norska og ekki kæmi fram
samspilsáhrif milli erfða og umhverfis, gætu þær tölur sem birtar eru í 2. töflu átt við.
Þyngdartölur eru áætlaðar meðaltalstölur.
2. tafla. Samanburður á afurðasemi og þyngd þriggja kúakynja. (Miðað við
gögn úr kúaskýrslum viðkomandi landa).
Afurðir, kg Fita % Prótein % Þyngd, kg
íslenskar kýr 4.147 4,09 3,39 420-450
NRF 6.402 4,05 3,22 550-570
Finn AY 6.888 4,41 3,27 550-570
1/2 blóðs kýr 5.300 4,05 3,25 490-500
Hreinrækt 6.500 4,15 3,25 550-570
Samkvæmt búreikningum árið 1994 var meðalstærð kúabúa 25,2 árskýr, framleiðslan
91.298 kg og meðalafurðirnar því 3.620 kg (Hagþjónusta landbúnaðarins 1995). Miðað við
tölurnar í 2. töflu og lítilsháttar blendingsþrótt mætti ætla að meðalafurðir með nýju kúakyni
og óbreytta eða lítið breytta fóðrun gætu orðið 4.080 kg þegar kýrnar væru að meðaltali 1/2
blóðs. Þá þyrftu 22,4 árskýr til að framleiða sama magn af mjólk og gert var 1994 á bú-
reikningabúunum.
Samkvæmt kúaskýrslum og búreikningum er verulegur hluti mjólkurframleiðslunnar
framleiddur af heimaöfluðu fóðri og kjarnfóður er nálægt 15% af fóðurnotkun, meðan um
37% fóðurnotkunar er fullnægt með kjarnfóðri samkvæmt norsku kúaskýrslunum (Jón V.
Jónmundsson 1995, Ödegaard 1995).