Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 26

Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 26
„Mér finnst jólin mjög notalegur tími og flest í kringum jólin. Mér finnst samt gjafirnar oft komnar út í vitleysu og fólk of mikið að stressa sig á því.“ hvað nýtt en svo eru það alltaf vissar kökur og réttir sem maður gerir aftur og aftur.“ Hvernig desertar og kökur eru í uppáhaldi hjá þér? „Ég er alltaf hrifin af franskri súkkulaðiköku og reyni að breyta henni með því að hafa mismunandi krem ofan á, kúlukrem s.s. rjómakúlur og rjómi brætt saman hefur alltaf verið vin- sælt. Svo er ég mjög hrifin af osta- kökum og að setja í falleg glös. Þeg- ar það eru stærri veislur set ég ostaköku í lítil plaststaup. Það er bæði fallegt á borði og þægilegt að geta hent svo glösunum.“ Hvað getur þú sagt um þessa eftir- rétti sem þú töfrar fram hér? „Ég er farin að nota Oreo-kökur meira og meira í bakstur. Mig lang- aði til að gera einfalt jólanammi sem börn væru hrifin af. Í fyrstu áttu kúlurnar að vera einhverskonar trufflur sem mér finnst alltaf svo góðar en mig langaði að prófa eitt- hvað nýtt. Oreo-mintukúlurnar komu mjög vel út og allir rosalega hrifnir af þeim. Og ekki verra hversu einfaldar og fljótlegar þær eru. Hinn desertinn er ostakaka sem ég setti í glös. Ég hef smakkað svip- aða köku með skyri í en langaði að breyta henni aðeins. Svo er hún svo jólaleg með Lu-kexinu og rauðri sósu. Svo getur maður sett hana í eitt stórt form eða í glös og skreytt eins og maður vill.“ Hvaða hráefni er í uppáhaldi? „Súkkulaði er nánast í öllu sem ég geri svo já, það er uppáhald.“ Hefur einhvern tímann eitthvað mistekist í bakstrinum hjá þér? „Já, það hefur sko komið fyrir oft- ar en einu sinni. Núna seinast var það þegar ég var að drífa mig að gera afmælisköku fyrir karlinn minn. Ég fékk svo góða Oreo- karamelluköku hjá systur minni. Ég var að drífa mig aðeins of mikið þannig að karamellan varð alltof lin og hún flæddi út um allt, hann fékk bara karamelluköku frá Bak- arameistaranum í staðinn.“ Hvað einkennir góða deserta? „Desertar með súkkulaði, kara- mellu eða rjóma geta varla klikkað. Svo verða þeir líka að vera fallegir.“ Hvað ætlar þú að borða á jólunum? „Ég held í hefðina og verð hjá for- eldrum mínum í hamborgarhrygg. Í forrétt er sjávarréttahlaup sem er mjög ljúffengt og í eftirrétt er heimagerður ís og súkkulaðikaka sem tilheyrir jólunum.“ Hvað finnst þér best við jólin? „Ég hlakka alltaf til að borða góð- an mat og vera með fjölskyldunni.“ Uppáhaldsjólalagið? „So Merry Christmas með Celine Dion er alltaf fallegt og Þú komst með jólin til mín með Björgvini Hall- dórs og Svölu.“ Oreo-mintukúlur 14 Oreo-kexkökur (1 pakki) 100 g rjómaostur 100 g hvítt súkkulaði Bismark-mintubrjóstsykur Setjið Oreo-kexkökurnar í mat- vinnsluvél og hrærið svo rjómaost- inum saman við. Búið til litlar kúlur. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og hjúpið kúlurnar. Myljið Bismark-brjóstsykur og stráið yfir. Kirsuberjaostakaka 500 ml rjómi 60 g flórsykur 100 g rjómaostur Lu-kexpakki 80 g smjör Vanillustöng Kirsuberjasulta Hindber Þeytið rjómann. Hrærið saman flórsykur, rjóma- ost og vanillu í annarri skál. Blandið þessu öllu saman í eina skál. Setjið Lu-kexið í matvinnsluvél og bræðið smjör saman við. Setjið til Lu-kexið í botninn og ostakökublönduna yfir. Setjið þunnt lag af kirsuberjasultunni yfir og svo aftur smá ostakökublöndu. Skreytið með hindberjum. Geymið í kæli í að minnsta kosti 1 klst. Gott er að gera kökuna degi áð- ur en hún er borin fram og geyma í ísskáp yfir nótt. 26 Jólablað Morgunblaðsins Súkkulaði er í miklu uppáhaldi hjá Guðlaugu Dagmar. Guðlaug Dagmar er mikill sælkeri og hefur gaman að því að búa til deserta og kökur. ❄ Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15 Fallegir Aðventukransar U
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.