Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 48
48 Jólablað Morgunblaðsins Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott jólaföt, fyrir flottar konur Str. 38-58 Ístertur eru í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri. Það er einhvers konar blanda af ást á rjómaís og marens- tertum en í alvöru heimagerðum ís- tertum er hægt að blanda þessu tvennu saman. Það er líka um að gera að blanda því saman sem manni þykir gott. Þú gætir til dæmis sett hindberjaísinn ofan í kókósbotninn og súkkulaðið eða öfugt. Bragðskyn fólks er nefnilega misjafnt og ef fólk er með ákveðinn uppskriftargrunn er svo auðvelt að leika sér með rest- ina. Eldhúsið á alls ekki að vera staður þar sem einhver er hlekkj- aður við eldhústæki heldur eigum við að leika okkur í eldhúsinu, skapa og búa til eitthvað nýtt. Gera okkar útgáfur af lífsins réttum. Botn 3 eggjahvítur 50 g púðursykur 100 g möndlur sem búnar eru að fara nokkra hringi í blandaranum 1 tsk lyftiduft 1 tsk eplaedik Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og sykrinum bætt út í. Þegar deigið er orðið stíft og flott er möndlukurli, lyftidufti og eplaediki bætt út í. Setj- ið deigið í smelluform og notið endi- lega bökunarpappír því þá er þægi- legra að koma ístertunni saman. Botninn er bakaður við 150 gráður í 40 mínútur. Hindberjaís 3 eggjarauður 50 g púðursykur 3 dl þeyttur rjómi 150 g frosin hindber Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Þá næst eru eggjarauður þeyttar vel saman ásamt púðursykri. Þegar blandan er orðin ljós og létt er rjóm- anum bætt út í og hrært varlega saman við. Í lokin er frosnu hind- berjunum bætt út í rjómann. Þegar botninn er orðinn kaldur og ísinn klár er ísinn settur ofan á botn- inn í smelluforminu og hann settur inn í frysti. Það tekur í kringum átta klukkutíma að láta ísinn frjósa al- mennilega en þá er hann líka tilbú- inn á borðið. Hindberjaísterta Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hindberjaísterta er bæði falleg á veisluborði og líka svona óskaplega góð á bragðið. Þessi kaka gæti líka heitið hefð- bundin kókoskaka en undirrituð ákvað að breyta henni í ístertu með örlitlu tvisti. Með því að bæta heima- gerðum vanilluís ofan á kökuna og kremið á gerast töfrar sem koma manni ekki bara í gott jólaskap held- ur bara í stemningu fyrir lífinu. Botn 4 eggjahvítur 140 g flórsykur 140 g kókosmjöl Stífþeytið eggjahvítur og bætið svo flórsykri saman við. Þegar deig- ið er orðið vel stíft og flott er kók- osmjöli blandað saman við. Deigið sett í smelluform með bökunar- pappír. Stillið ofninn á 150 gráður og bakið í 40 mínútur. Krem 100 g smjör 100 g suðusúkkulaði 100 g flórsykur 4 eggjarauður Bræðið smjör og suðusúkkulaði saman í potti. Þeytið eggjarauð- urnar vel saman. Þegar súkkulaði- bráðin er tilbúin er henni hellt var- lega út í eggjarauðurnar og í lokin er flórsykurinn þeyttur saman við. Vanilluís 3 eggjarauður 50 g púðursykur 1-2 tsk vanilluduft 3 dl þeyttur rjómi Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Þá eru eggjarauðurnar þeyttar mjög vel ásamt púðursykri og vanilludufti bætt út í. Þegar blandan er orðin mjúk og áferðarfalleg er rjómanum bætt í. Nú hefst púsluspilið. Takið botninn, sem er ennþá í smelluforminu, og hellið súkku- laðikreminu yfir hann. Þegar það er búið er gott að setja formið í nokkr- ar mínútur inn í frysti. Þegar formið er komið úr frystinum er vanillu- ísinn settur yfir. Gott er að láta ís- tertuna vera í allavega átta klukku- tíma inni í fyrsti áður en hún er borin fram. Kókosísterta Kókósísterta með vanilluís er ljúffeng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.