Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 4
3
Ritið 1/2016, bls. 3–8
Frásagnir á tímum loftslagsbreytinga
„Megir þú lifa á forvitnilegum tímum.“ Þessi fróma ósk hefur gjarnan
verið tengd loftslagsbreytingum á undanförnum árum1 og er ekki síst
skemmtileg fyrir þá sök að vera dulbúin formæling. Í almennri umræðu
hefur óskin gjarnan verið kölluð kínverska bölbænin þótt ekki hafi tekist
að finna henni stað í gömlum bókum.2
Frá sjónarhorni frásagnarlistarinnar ætti fullyrðingin að vera auðskilin.
Hamingja og velsæld eru sjaldnast í frásögur færandi, eins og rússneski
rithöfundurinn Leo Tolstoj gaf í skyn í upphafsorðum skáldsögu sinnar
Önnu Kareninu þegar hann sagði: „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru
hver annarri líkar, en óhamingjusöm fjölskylda er jafnan ógæfusöm á sinn
sérstaka hátt.“3 Það búa reyndar önnur áhugaverð sannindi í fullyrðingu
Tolstojs. Verði hamingjusömu fjölskyldulífi aðeins lýst á einn veg, neyð-
ast flestir höfundar til að hrökkva undan þeirri þrekraun að fjalla um það,
enda erfitt að selja bækur þar sem heiðríkjan ein blasir við.
1 Sjá t.d. inngang Fumiyo Kagawa og David Selby að greinasafninu Education and
Climate Change. Living and Learning in Interesting Times, ritstj. Fumiyo Kagawa
og David Selby, New York og London: Routledge 2010, bls. 1; og inngangsorð
Havener, Dowswell og Borlaug að þriðja kafla Climate Change and Global Food
Security, ritstj. R. Lal, N. Uphoff, B.A. Stewart og D.O. Hansen, Boca Raton,
London, New York: Talor & Francis 2005. Kaflinn ber nafnið „Changing Times
and Direction“, bls. 39–70, hér bls. 40.
2 Elsta dæmið sem fundist hefur um bölbænina er úr æviminningum Sir Hughe
Knatchbull-Hugessen, sendiherra Breta í Kína á fjórða áratugnum, sem lærði hana
áður en hann hélt úr landi árið 1936. Sjá Diplomat in Peace and War, London: John
Murray 1949, bls. ix.
3 Leo Tolstoj, Anna Karenina, þýð. Magnús Ásgeirsson, Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs 1941, bls. 3.