Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 5
4
GUÐNI ELÍSSON
Enski rithöfundurinn J.R.R. Tolkien vissi að sama skapi að ekki dygði
að eyða mörgum síðum á asholda hobbita sem dunda við sitt í Hobbaskíri.
Jafnvel þótt lesandinn kysi líklega helst að ílendast þar um sinn ef hann
vaknaði sjálfur upp í söguheimi þar sem Dimmufjöll, Svartiskógur og
Smáksauðn væru í nokkurra dagleiða fjarlægð. Bilbó Baggason er engu
síður sendur úr holu sinni í hættuför sem breytir honum og framtíð ver-
aldarinnar sem hann byggir.
Það þarf þó ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að skilja hversu
frábitnir lesendur eru velsæld og velmegun í sögum af öðru fólki. Vargarnir
stóru í miðaldasögu Noregs, þeir Ólafur Tryggvason og nafni hans
Haraldsson, éta upp stóran hluta frásagnarrýmisins í Heimskringlu. Sögu
hins fyrrnefnda gerir Snorri Sturluson skil á tæpum 150 síðum í útgáfu
Bjarna Aðalbjarnasonar, á meðan Ólafur helgi Haraldsson fær 450 síður.
Í þriðja sæti er svo þriðji fanturinn, Haraldur harðráði Sigurðarson, með
yfir 130 síður. Á hinum enda frásagnarrófsins er Ólafur kyrri með sjö síður.
Snorri segir Ólaf hafa verið kátan við drykkju, skrafhreifan, blíðmæltan og
friðsaman, „meðan hans ríki stóð“ og frásögninni lýkur á þeim orðum að
Noregur hafi mikið „auðgazk ok prýðzk undir hans ríki.“4
Miklar frásagnir lýsa gjarnan umbrotatímum og við löðumst að sögum
þar sem allt er undir, þar sem ógnin vomir yfir og sérhvert haldgott átta-
mið týnist fyrir borð áður en jafnvægi næst á nýjan leik. Það er því eft-
irtektarvert að við skulum hrökkva undan þeirri sögu sem nú má lesa út úr
þúsund líkönum og vísindarannsóknum síðustu áratuga. Þó er þessi saga
stærri og ógurlegri og varðar okkur meir en allar þær frásagnir sem festar
hafa verið á blað allt frá því að ritöld mannsins hófst fyrir rúmum fimm
þúsund árum í Nílardalnum. Líklega stendur hún okkur of nærri.
Í raun má fullyrða að allar stórsögur mannkyns blikni frammi fyrir
sannindum líðandi stundar. Sagnfræðingar hafa löngum lýst sögu mann-
kyns út frá þýðingarmiklum atburðum á vegferð þess, tíðindum sem vinda
upp á sig og breyta stefnunni þannig að ný viðmið verða ráðandi, eða vald-
ið færist frá einni miðju að annarri. Slík hefur saga mannkyns verið allt frá
tímum Súmera og Egypta í kringum þrjú þúsund fyrir Kristsburð þar sem
við notum stóratburði til þess að afmarka tímaskeið og skapa samhengi.
Sama gildir um sögu Íslendinga eins og sést ef þulin eru upp alþekkt ártöl
sem tengjast örlagatímum í sögu þjóðarinnar, miklum umskiptum til góðs
4 Snorri Sturluson, Heimskringla III, Bjarni Aðalbjarnason gaf út, Reykjavík: Hið
Íslenzka fornritafélag 1979 [1951], bls. 203 og 209.