Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 9
8
Auschwitz er villimennska – og það tærir jafnframt upp vitundina sem
lýsir því hvers vegna það varð útilokað að yrkja á okkar tímum. Yfirlýsing
Adornos hefur lengi verið mér hugleikin og ég hef stundum spurt mig
hvernig fara eigi að því að yrkja ljóð á tímum loftslagsbreytinga, skáldskap
sem er gegnumsýrður af þeirri menningarlegu villimennsku sem hann
verður að rísa gegn ef hann er vandaður gagnrýninn skáldskapur.
Því hefur stundum verið haldið fram að eina leiðin til þess að veru-
leiki loftslagsbreytinga geti fangað vitund almennings sé að leita á náðir
hins goðsögulega; frásagnarrýmið sé svo stórt og umfangsmikið að aðeins
sé hægt að miðla því út frá almennri skírskotun symbólskra sanninda og
því þurfi heilinn að vinna með hjartastöðvunum.7 Með það og yfirlýsingu
Adornos í huga fór ég þess á leit við átta íslensk skáld að yrkja fyrir mig
ljóð um loftslagsbreytingar sem ég gæti birt í þessu hefti. Skáldin eru Alda
Björk Valdimarsdóttir, Anton Helgi Jónsson, Gerður Kristný, Guðrún
Hannesdóttir, Kári Tulinius, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sjón og Steinunn
Sigurðardóttir. Skáldin tóku þessari erfiðu áskorun vel og niðurstaðan
er átta ljóð sem hvert um sig opnar okkur sýn á fortíð, nútíð og framtíð
í hverfulum heimi. Jafnframt er í heftinu að finna ljóð eftir bandarísku
skáldkonurnar Teresu Cader og Natösju Trethewey í þýðingu ritstjórans,
en ljóðin snúast um áhrif veðurfarsöfga á mannlega tilveru. Þessi ljóð eru,
eins og þau íslensku, öðrum þræði þrungin trega yfir glötuðum og breytt-
um heimi.
Guðni Elísson
7 Theodor W. Adorno, „Menningargagnrýni og samfélag“, þýð. Benedikt Hjartarson
og Jón Bjarni Atlason, bls. 217–218 í þessu hefti.
GUÐNI ELÍSSON