Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 15
14
gass á Drekasvæðinu séu með öllu ábyrgðarlausar.“9 Fimm dögum síðar
var fjallað um yfirlýsinguna á vef DV við mun jákvæðari undirtektir en
McKibben fékk rúmum sex mánuðum fyrr, að undanskildum deilum sem
brutust út milli afneitara og þeirra sem efast ekki um tilvist hættulegra
loftslagsbreytinga. Erfitt er að ákvarða hvort rekja megi muninn á við-
brögðunum (ríflega helmingur þeirra 44 athugasemda sem gerðar voru við
fréttina voru jákvæðar) til þess að ólíkir hópar heimsæki vefsvæði DV og
Vísis, til hugarfarsbreytinga sem gætu hafa átt sér stað mánuðina á undan,
eða til þess að yfirlýsingin kemur frá Íslendingum.
Hópur umhverfisverndarsamtaka gaf út yfirlýsingu, svipaða þeirri
sem fjallað var um hér að ofan, þegar þriðja leyfið var gefið út í janúar
2014 og CNOOC Iceland ehf., dótturfyrirtæki hins kínverska CNOOC
International Ltd., fékk leyfi til að leita að olíu á Drekasvæðinu.10 Mótmæli
gegn olíuleitinni færðust í aukana árið 2014, fyrstu tveir mótmælafundirn-
ir voru viðbrögð við þriðja leyfinu og fóru fram í janúar, þriðju mótmæl-
in voru skipulögð af Changemaker í apríl og alþjóðlega Loftslagsgangan
(People’s Climate March) rak lestina í september. Undirskriftalista var
dreift í apríl samhliða mótmælum Changemaker þar sem bent er á að
olíuleitin á Drekasvæðinu gangi þvert á markmið Sameinuðu þjóðanna
um að halda hækkuninni innan 2°C markanna og athygli er vakin á hætt-
unum sem fylgja því að bora eftir olíu á svæðinu, óvissunni um arðsemi
framkvæmdanna og loks öðrum, umhverfisvænni möguleikum, svo sem að
fjárfesta í hreinni orku. 265 undirskriftum var safnað.
Undanfarin tvö ár hafa blogg og vefsvæði á borð við Grugg.is, Náttúru.
is, Loftslag.is og Changemaker.is birt töluvert af efni um olíuleitina, loftslags-
breytingar og þátt jarðefnaeldsneytisiðnaðarins í vandanum. Síður hefur
verið fjallað um íslensku olíuleitina og loftslagsbreytingar í prentuðum
tímaritum og fræðiritum. Fyrsta og umfangsmesta greinin sem rituð var
um efnið er „Vekjum ekki sofandi dreka. Loftslagsmál, pólitísk umræða og
olíuleit á íslenska landgrunninu“ eftir Guðna Elísson, prófessor í almennri
bókmenntafræði við Háskóla Íslands, en hún birtist í Tímariti Máls og
9 Finnur G. Olguson, „Yfirlýsing: Samstaða gegn olíuvinnslu“, Grugg, 12. nóvember
2013, sótt 21. nóvember 2013:http://grugg.is/2013/11/12/yfirlysing-samstada-
gegn-oliuvinnslu/.
10 Eftirfarandi hópar sendu frá sér yfirlýsinguna: Alda – félag um sjálfbærni og
lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd,
Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruvernd-
arsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gaia (HÍ),
Ungir umhverfissinnar.
GUÐRúN ELSA BRAGADÓTTIR