Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 22
21
‚AÐ KJÓSA AÐ SLEPPA ÞVÍ‘
sem Arendt leggur í getu í Ástandi mannsins á ýmislegt sameiginlegt með
þeim sem Agamben setur fram í skrifum sínum um megundina (sem birtist
aðeins við ákveðin skilyrði og í athöfnum); hún er „möguleg og ekki föst,
mælanleg eða traust eining eins og afl eða styrkur“.34
Ólíkt Agamben, þá leggur Arendt áherslu á að geta er félagsleg, hún
„sprettur upp meðal manna í sameiginlegum athöfnum þeirra og hverfur
um leið og þeir tvístrast“. Getan gerir okkur kleift að taka höndum saman
í hinu opinbera rými og tjá viðhorf okkar sem hópur.35 Geta einstakling-
anna eykst þegar við sameinumst í markmiðum eða strengjum saman heit,
og nýir möguleikar verða til. Arendt gerir því eins og Agamben ráð fyrir
megund sem er alltaf til staðar og andstæð því sem virðist sögulega ákvörð-
uð nauðsyn, en felur þó einnig í sér nýja getu sem verður til í sameiginleg-
um athöfnum. Arendt kallar þetta „‚getu mannanna til þess að búa sér til
heim.‘“36 Í samhengi umhverfisvárinnar, sem aðeins er hægt að bregðast
við þvert á þjóðir og óháð hagsmunum jafnt einstaklinga sem fyrirtækja,
skiptir máli að Arendt gerir ráð fyrir því að aðgerðir þurfi ekki að byggja á
„sameiginlegri sjálfsmynd (þvert á móti fela þær í sér samtakamátt ókunn-
ugra), sameiginlegum uppruna, ekki einu sinni sameiginlegum markmið-
um“ – þær þurfi aðeins á sameiginlega rýminu að halda sem verður til
‚á-milli‘ fólks.37
Þótt Ástand mannsins eftir Arendt snúist skiljanlega ekki um loftslags-
breytingar, en bókin kom fyrst út árið 1958, er vitundin um áhrifavald
mannsins yfir viðkvæmum lífkerfum jarðar drifkraftur bókarinnar. Sjálf
jörðin er „kjarni“ þess mannlega ástands sem titillinn vísar til og Arendt
gerir að viðfangsefni sínu ekki síst vegna „getu okkar til að eyða öllu lífi
á jörðinni.“38 Í formála er bent á að sá möguleiki sé fyrir hendi að við,
sem erum verur „bundnar jörðinni“ en högum okkur eins og alheimurinn
sé okkar, „verðum eilíflega ófær um að skilja, það er, hugsa og tala um
það sem við erum engu að síður fær um að gera.“39 Arendt er samt ekki
reiðubúin til að gefa upp á bátinn möguleikann á að við getum staldrað
34 Hannah Arendt, The Human Condition, Chicago: The University of Chicago Press,
1998, bls. 200.
35 Hannah Arendt, The Human Condition, bls. 200.
36 Ewa Płonowska Ziarek, „Feminine ‘I can’“. Ziarek vísar hér í On Revolution eftir
Arendt, London: Penguin, 1990, bls. 175.
37 Ewa Płonowska Ziarek, „Feminine ‘I can’“.
38 Hannah Arendt, The Human Condition, bls. 2–3.
39 Hannah Arendt, The Human Condition, bls. 3.