Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 23
22
við. Það sem hún leggur til „er afar einfalt: aðeins það að hugsa um það
sem við erum að gera.“40
Eins og fjallað var um hér að ofan felst gildi möguleika þess að ‚sleppa
því‘ að leita að olíu á Drekasvæðinu og bora eftir henni ef við skyldum
finna hana, ekki síst í einfaldleika hans. Hann byggir á áreiðanlegustu
þekkingu sem nútímavísindi bjóða uppá. Hann gerir hvorki kröfu um sam-
eiginlega sjálfsmynd né sameiginleg pólitísk markmið, heldur einungis það
að við séum nógu meðvituð um eigin getu til að nema staðar og gera ekki
það sem stríðir gegn betri vitund okkar. Við þetta má bæta að aðstæður eru
hvergi betri fyrir tilraun af þessu tagi en á Íslandi, þar sem stundum er lagt
við hlustir þegar skrýtnir fuglar eins og Bartleby trufla vinnufriðinn. Við
eigum það til að fylkja okkur um óvenjulega málstaði og óvenjulegt fólk,
hér á hver einasti Bartleby þar af leiðandi ágæta möguleika á því að ala af
sér tvo eða þrjá til viðbótar. Það er engu líkara en að megund landsmanna
þenjist út beinu í hlutfalli við fámennið, gjarnan með þeim afleiðingum að
athygli umheimsins beinist að þjóð sem er svo lítil að það að nokkur viti
af henni sætir furðu. Og það er ekki síst þegar fjöldi fólks sameinast í ein-
földum vilja til að láta gott af sér leiða, líkt og þegar þúsundir Íslendinga
buðu fram krafta sína við að taka á móti sýrlenskum flóttamönnum haustið
2015, sem athygli umheimsins og áhugi vaknar.41
Hinsegin möguleikar í heimi sem er svona
Í „Vekjum ekki sofandi dreka“ fjallar Guðni Elísson um það hvernig lofts-
lagsváin ógnar rótgrónum viðmiðum og gildum ekki síður en lífsskilyrð-
um okkar á jörðinni:
40 Hannah Arendt, The Human Condition, bls. 5.
41 Um mánaðamótin ágúst–september 2015 söfnuðust þúsundir Íslendinga saman á
Facebook undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ og þrýstu á að
stjórnvöld tækju á móti fleiri sýrlenskum flóttamönnum en þeim 50 sem til stóð að
bjóða velkomna. Fjölmargir buðu fram aðstoð á þeim vettvangi en samtakamátt-
urinn skilaði sér líka í stórkostlegri aukningu í sjálfboðaliðum hjá hjálparsamtökum.
Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði Facebook-viðburðinn í kjölfar þess að Eygló Harð-
ardóttir, velferðarráðherra, sagði getu okkar til að taka á móti flóttamönnum frá
Sýrlandi velta á því „hversu mikið hinn almenni Íslendingur er tilbúinn til þess að
leggja á sig“ í viðtali á Bylgjunni þann 30. ágúst. Sjá „Íslendingar bregðast við kalli
Eyglóar: ‚Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar‘“, Vísir, 30. ágúst 2015.
Sótt 24. nóvember 2015: http://www.visir.is/islendingar-bregdast-vid-kalli-eygloar-
---flottamenn-eru-mannaudur,-reynsla-og-haefileikar-/article/2015150839973.
GUÐRúN ELSA BRAGADÓTTIR