Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 26
25
‚AÐ KJÓSA AÐ SLEPPA ÞVÍ‘
gildum sem eru augljóslega skaðleg bæði mönnum og umhverfi veltir upp
spurningum um tilgang þeirrar gagnrýni sem er fyrst og fremst stunduð
innan hugvísinda og er gjarnan tengd vinstri væng stjórnmálanna.
Spurningar um tilgang og áhrif fræðilegrar greiningar (e. critique) hafa
verið viðfangsefni hinsegin fræða síðan einn forkólfa þeirra, Eve Kosofsky
Sedgwick, setti fram hugmyndir sínar um „ofsóknarkenndan lestur“ (e.
paranoid reading) og „bætandi lestur“ (e. reparative reading) um miðjan
tíunda áratuginn. Sedgwick sækir þar í kenningar sálgreinandans Melanie
Klein til að varpa ljósi á þá stöðu sem gagnrýnendur (og lesendur þeirra)
geta tekið sér gagnvart heiminum. Mikilvægt er að benda strax á að lesandi
þarf ekki að einskorða sig við aðra túlkunarleiðina; Klein lagði áherslu
á það að kenningar hennar fjölluðu ekki um fólk, sem ætti svo heima í
flokki ýmist ofsóknarkenndar eða bóta, „heldur breytilegar stöður“ eða
„aðferðir“ sem standa okkur til boða þegar við nálgumst ólík viðföng.47
Hér er annars vegar um að ræða stöðu hins ofsótta, sem er á nálum gagn-
47 Eve Kosofsky Sedgwick, „Paranoid Reading, Reparative Reading, Or, You’re So
Paranoid, You Probably Think This Essay is About You“, Touching Feeling. Affect,
Pedagogy, Performativity, Durham & London: Duke University Press, 2003, bls.
123 –151, hér bls. 150.
Ljósmynd: Kristin Søberg Henriksen