Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 31
30
Muñoz. Þar siglir Muñoz á mið útópíufræða en leitar hinsegin megundar
og útópískra framtíða „á jaðri hins pólitíska og menningarlegrar fram-
leiðslu“.60 Að draga sig út úr miðju samfélagsins á þennan hátt sækir í
stöðu ofsóknarkenndar en hefur aðra merkingu í samhengi hinsegin sögu,
þar sem hinsegin samfélög eru óhjákvæmilega þegar á jaðrinum. Ýkt dæmi
um ofsóknarkennda nálgun má hins vegar finna í bók Lee Edelman, Án
framtíðar. Þar hafnar höfundur samfélaginu með svo afgerandi hætti að
segja má – með tungutaki Melanie Klein – að hann láti eftir lönguninni
til að kljúfa viðfangið, en snúi upp á það með því að útiloka góða við-
fangið og taka sér stöðu með því illa. Í óði Edelmans til neikvæðninnar
hvetur hann nefnilega til samsömunar með dauðahvötinni, öllu því sem
grefur undan samfélaginu og það hefur hafnað.61 Afstaða bæði Muñoz og
Edelmans einkennist af munaði sem stendur ekki alltaf til boða, því að í
henni felst sú hugmynd að hafna heimi sem rúmar mann ekki og skapa
sér nýjan.62 Að hafna samfélaginu – hvort sem það er gert með því að
leita annars konar möguleika í jaðarsamfélögum eða með því að taka sér
stöðu þess sem truflar ríkjandi skipan – er ekki fýsilegur kostur í samhengi
loftslagsvandans, sem kallar á grundvallarbreytingar á samfélaginu í heild
sinni. Loftslagsvandinn vekur meðvitund um að þessi heimur er sá eini
sem okkur býðst í tvennum skilningi; við erum bæði háð jörðinni og því
samfélagi manna sem byggir hana.
Lítil von er á því að ofsóknarkennd höfnun Edelmans hafi í för með sér
nokkrar raunverulegar breytingar, enda ólíklegt að svo afgerandi höfnun á
mannlegu samfélagi sé nokkrum manni hvatning til að bjarga því. útópían
er vissulega gjöfulli en dauðahvötin og hefur verið vettvangur mikilvægrar
samfélagsgagnrýni, rétt eins og Theodor Adorno hefur bent á. Mikilvægi
útópíunnar liggur ekki síst í „staðfastri afneitun á því sem er“ sem verð-
60 José Esteban Muñoz, Cruising Utopia. The Then and There of Queer Futurity, New
York og London: New York University Press, 2009, bls. 26.
61 Sjá Lee Edelman, No Future, Durham & London: Duke University Press, 2004,
bls. 30.
62 Ætla má að það sé auðveldara fyrir háskólaprófessor í virtum bandarískum háskóla
en flesta aðra að taka sér stöðu alls þess sem samfélagið fyrirlítur. Edelman nýtur
ekki aðeins atvinnuöryggis og fjárhagslegrar velsældar heldur líka aukinnar vel-
gengni í starfi með því að halda á lofti merkjum eyðileggingar og dauða, en bók
hans hefur, þótt umdeild sé, vakið mikla athygli innan hinsegin fræðasamfélagsins
í Bandaríkjunum undanfarin ár.
GUÐRúN ELSA BRAGADÓTTIR