Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 32
31
ur ljóst er hún beinir augum okkar „í áttina að því sem ætti að vera.“63
Í samhengi vandamáls sem nauðsynlegt er að bregðast við án tafar hefur
útópían þó þann ókost að vera alltaf í framtíðinni, handan seilingar. Hún
felur alltaf í sér afneitun á því sem er og því má segja að pólitísk birting-
armynd hennar í samtímanum sé ekki síst í þeirri öfgahægristefnu sem
afneitar hnattrænni hlýnun og fjölmörgum öðrum samfélagsvandamálum
og býður upp á þann möguleika að heimurinn sé útópískur hér og nú. Það
mætti líka færa rök fyrir því að útópískur hugsunarháttur sé það sem drífur
Íslendinga áfram í olíuleitinni.
Sú afstaða til heimsins sem birtist í verki J. Jack Halberstam, Hinsegin
listinni að mistakast, fellur best að samhenginu sem hér er til umfjöllunar,
en hún hefur þann kost að hafna hvorki heiminum eins og hann er né
þeim tilfinningalegu tengslum sem við kunnum að hafa við hann. Þótt
nálgun Halberstam sé bætandi hvílir hún á ofsóknarkenndri greiningu
á samfélaginu. Neikvæðni hans felst í þeirri áherslu sem hann leggur á
mikilvægi þess að mistakast innan rökvísi kapítalísks neyslusamfélags og
er því aðeins neikvæðni innan þess samhengis; Halberstam gengur út frá
því að það sé ekkert eftirsóknarvert við það að njóta velgengni í samfélagi
sem skaðar fólk (og plánetuna alla) og hefur tryggt með gildismati sínu að
öll raunveruleg róttækni er fyrirfram dæmd til að „svara ekki kostnaði.“64
Þessi neikvæðni tilheyrir þar að auki sviði megundar; samkvæmt honum
„nefnir“ það sem er hinsegin „hina möguleikana, hinar mögulegu útkom-
urnar, leiðirnar sem eru hvorki beinar né ófrávíkjanlegar en breiða úr sér
út frá hvaða atburði sem er og liggja að ófyrirsjáanlegum framtíðum.“65
Eins og Halberstam bendir á hefur „heterónormatísk rökvísi leitt til
þess að velgengni er jafnað við það að ná frama í starfi og auðgast“ en
það sem hann kallar „hinsegin fagurfræði“ felur ekki aðeins í sér að slíkri
velgengni sé hafnað, heldur líka að uppgjöfinni eða vonbrigðunum sem
fylgja því að mistakast (á alla ríkjandi mælikvarða) sé tekið fagnandi.66
63 Theodor W. Adorno og Ernst Bloch, „Something’s Missing: A Discussion between
Ernst Bloch and Theodor W. Adorno on the Contradictions of Utopian Longing
(1964)“, The Utopian Function of Art and Literature. Selected Essays, Cambridge og
London: MIT Press, 1988, bls. 1–17, hér bls. 12.
64 Judith Halberstam, The Queer Art of Failure, Durham & London: Duke University
Press, 2011, bls. 174.
65 Judith Halberstam „The Anti-Social Turn in Queer Studies“, Graduate Journal of
Social Sciences 2/2008, bls. 140–156, hér bls. 153.
66 Judith Halberstam, The Queer Art of Failure, bls. 89 og 96.
‚AÐ KJÓSA AÐ SLEPPA ÞVÍ‘