Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 33
32
Í ljósi þess að viðmiðin sem hér um ræðir eru skökk og hinn misheppn-
aði þar af leiðandi alls ekkert misheppnaður, gæti virst öfugsnúið að nota
orðalagið að mistakast í þessu samhengi. Kostur þess er hins vegar sá að í
því felst viðurkenning á því að gildin sem hafnað er hverfa ekki svo glatt;
við sitjum uppi með þau í einhvern tíma og getum búist við því að vera
metin samkvæmt þeim áfram úti í hinum stóra heimi, en þar að auki hafa
þau tilfinningalegt gildi fyrir okkur, sama hversu meðvituð við erum.
Með því að viðurkenna óþægilegu tilfinningarnar sem vakna þegar
breytingar eru nauðsynlegar er mögulega hægt að forðast ofsóknarkenndu
stöðuna og þá höfnun á heiminum sem vonbrigði innan hennar kalla á.
Ef okkur á að takast að breyta um stefnu í olíuleitarmálum verðum við að
gera okkur grein fyrir áhrifamætti gildanna sem knýja olíuleitina áfram og
sýna því skilning að þau hafa jákvæða merkingu í huga fólks, jafnframt því
sem við skiljum nauðsyn þess að endurskoða hugmyndir okkar um vel-
gengni. Eðli málsins samkvæmt verður slík endurskoðun erfið. Ekkert er
hættulegra en írónísk fjarlægð eða þunglyndisleg uppgjöf. Tilfinningahiti,
þótt hann brjótist stundum út í neikvæðum tilfinningum, ber vott um að
okkur standi ekki á sama. Þess vegna er það mikilvægt að Halberstam
skuli kalla eftir nýju rófi tilfinningalegra viðbragða fyrir hinsegin róttækni,
gjörólíkt því sem gjarnan er tengt henni og kennt hefur verið við kamp (e.
camp). Samkvæmt honum eiga „tryllingur, dónaskapur, reiði, óþolinmæði,
ákefð, æði, heilindi, einlægni, ofsatrú, ruddaskapur, miskunnarlaus hrein-
skilni, og vonbrigði“ að knýja áfram „raunverulega pólitíska neikvæðni
loforðsins um að í þetta skipti muni okkur mistakast.“67 Og í þetta skipti
verður okkur að mistakast.
ú T D R Á T T U R
‚Að kjósa að sleppa því‘
Olíuleit, aðgerðaleysi og hinsegin möguleikar
Undanfarin ár hefur færst í aukana að umhverfissinnar biðli til ríkisstjórna og stór-
iðjufyrirtækja um að hætta við gróðavænlegar framkvæmdir sem myndu fela í sér
verulegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Í greininni er fjallað um þessar andkap-
ítalísku kröfur um ‚aðgerðaleysi‘ í samhengi við olíuleitina sem á sér stað á Dreka-
svæðinu. Enda þótt olíuleitin sem farið hefur fram út af norðausturströnd Íslands
síðan árið 2013 hafi mætt lítilli mótstöðu stjórnmálaafla í landinu, stigu bæði hópar
og einstaklingar fram sem lögðu til að íslensk stjórnvöld slepptu framkvæmdunum,
67 Judith Halberstam, The Queer Art of Failure, bls. 110.
GUÐRúN ELSA BRAGADÓTTIR