Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Qupperneq 34
33
gjarnan með vísan til áreiðanlegustu vísinda um hnattræna hlýnun og hlut olíu í
vandanum. Sótt er í skrif ítalska heimspekingsins Giorgio Agamben til að varpa
ljósi á mikilvægi „aðgerðaleysis“ á Drekasvæðinu, þótt það samrýmist síður en svo
rökvísi kapítalisma og nýfrjálshyggju. Það að biðja ráðamenn eða fyrirtæki um að
láta skammtímagróðasjónarmið lönd og leið felur í sér ósk um að viðkomandi reyni
ekki lengur að gangast upp í þeim kröfum um gróða og stöðugan vöxt sem ríkja
í kapítalískum neyslusamfélögum. Leitað er lausna í hinsegin fræðum í lokahluta
greinarinnar, þar sem tekist verður á við það að fræðileg greining á loftslagsvand-
anum og orsökum hans virðist ekki nægja til að brugðist sé við honum. Er þar fyrst
og fremst unnið með skrif Eve Kosofsky Sedgwick um það hvað fræðin geti gert til
að hafa áhrif á heiminn og kenningar J. Jack Halberstam um gildi þess ‚að mistakast‘
samkvæmt ríkjandi viðmiðum þegar mikið liggur við.
Lykilorð: olíuleit, Drekasvæðið, hinsegin fræði, andóf
A B S T R A C T
‘Preferring not to’
The Search for Oil in Iceland, Impotentiality and Queer Alternatives
In recent years, environmentalists have become increasingly vocal in pleas ‘not
to’ directed at governments and members of various industries, who are not only
capable of actualizing plans that would involve great CO2 emissions, but would also
profit immensely from doing so. This article discusses these anti-capitalist dem-
ands for inaction in the context of the search for oil currently being conducted in
the Dreki region out of Iceland’s north coast. Even though it did not meet much
opposition from political parties, individuals and groups alike proposed that the
government did not proceed with their plans to search for oil, often citing the latest
and most accurate scientific research on climate change and the part oil plays in
acerbating the problem. Italian philosopher Giorgio Agamben’s concept of poten-
tiality will be explored to show the importance of ‘inaction’ in the Dreki region,
which goes against neoliberal, capitalist logics of profit and growth. Asking corpora-
tions and governments to suspend their short-term goals of accumulating profit is
asking them to fail when it comes to accomplishing the goals of normative, capitalist
society. The power of those goals becomes apparent when analyzing the problem of
global warming, as well as its causes, is not enough to cause us to react. In response
to this problem, the final part of the article will discuss Eve Kosofsky Sedgwick’s
writing on what theory can do to affect the world, as well as J. Jack Halberstam’s ideas
on the importance of ‘failure’ within a heteronormative framework that does more
harm than good.
Key words: search for oil, the Dreki region, queer theory, impotentiality
‚AÐ KJÓSA AÐ SLEPPA ÞVÍ‘