Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 36
35
Ritið 1/2016, bls. 35–72
Magnús Örn Sigurðsson
„Ýttu á hnappinn
Bjargaðu hnettinum“
Frásagnir, nýfrjálshyggja
og villandi framsetning loftslagsbreytinga
Mamma hringir í mig, ég tala við hana í smástund, hún hefur
áhyggjur af öllu. „Veröldin er ekki að farast,“ segi ég, en röddin
hljómar ekki sannfærandi, ég finn það sjálfur.
Gyrðir Elíasson. Suðurglugginn
Til eru ýmsar leiðir til þess að útskýra hvernig maðurinn hugsar um til-
veru sína og skilur hana. Ein hugmynd er sú að tungumálið sé grunnfor-
senda hugsunar mannsins. Með því að stíga einu skrefi lengra má hugsa
sér að maðurinn skilji heiminn í gegnum frásagnir og slíkri túlkun bera
trúarleg rit árþúsundanna gott vitni, þar sem máttur frásagna er nýttur
til þess að útskýra heiminn, tilurð hans og skipulag. Í vestrænum nútíma,
handan upplýsingabyltingar, er þekking hins vegar fyrst og fremst talin
afurð reynsluvísindalegrar iðkunar. Samt sem áður hafa ýmsir fræðimenn
bent á að skilningur manna á heiminum sé enn bundinn frásögnum þó
svo að tengslin milli þeirra og þekkingar séu ekki jafn sýnileg og áður.1
1 Í bókinni, Hið póstmóderníska ástand, dregur Jean-François Lyotard úr mætti frá-
sagna sem þekkingarforms í hinu póstmóderníska ástandi vísinda og sérhæfingar,
þýð. Guðrún Jóhannsdóttir, ritstj. Björn Þorsteinsson, Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands, 2008. Þótt hugmyndir Lyotards séu að mörgu
leyti gagnlegar tek ég undir með Fredric Jameson í formála hans að enskri útgáfu
bókarinnar, „Foreword“, The Postmodern Condition: A Report on Knowledge, höf.
Jean-François Lyotard, Manchester: Manchester University Press [rétthafi for-
mála: University of Minnesota], 1984, bls. vii–xxi, þegar hann ræðir hugmyndir
Lyotards um að stórsögur (e. master narratives, t.d. marxismi og kristin guðfræði)
sem geti stýrt heildartúlkun einstaklinga á heiminum, séu á undanhaldi á 20. öld-
inni. Jameson stingur upp á að virkni slíkra stórsagna sé ekki horfin heldur hafi hún
orðið duldari í nútímanum og hafi nú ómeðvituð áhrif á einstaklinga sem séu ekki
endilega minni en þau meðvituðu (bls. xii). Þó ég nýti sjaldan tungutak Lyotard hér
í framhaldinu er gagnlegt fyrir þá sem þekkja hugmyndir hans um virkni stórsagna