Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 38
37
„Ýttu á hnappinn • Bjargaðu hnettinum“
stæð viðhorf til loftslagsbreytinga í almennri umræðu.5 Einnig má nefna
túlkun hinnar lausnamiðuðu frásagnar sem birtingarmynd nýfrjálshyggju,
en hún á rætur að rekja til hagfræðikenninga í Bandaríkjunum,6 en stór-
aukin áhersla á hnattvæðingu, verandi eitt helsta einkenni hugmyndafræð-
innar, gæti talist áhrifaþáttur í útbreiðslu frásagnarinnar.
Segja má að deilurnar um loftslagsbreytingar í bandarískri umræðu
hefjist fyrir alvöru árið 1988 þegar loftslagsvísindamaðurinn James Hanson
bar vitni um vandann frammi fyrir vísindanefnd Bandaríkjaþings.7 Átökin
hafa helst verið um sannleiksgildi loftslagsbreytinga, hvort þær séu raun-
verulega af mannavöldum og raski alvarlega vistkerfi jarðar. Rannsóknir
vísindamanna hafa rennt stoðum undir þá sýn,8 á meðan aðilar sem hagn-
ast fjárhagslega á athöfnum háðum útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hafa
dregið hana í efa. Þrátt fyrir augljós hagsmunatengsl efasemdahópsins
hefur almenningur á Vesturlöndum lagt trúnað á þá frásögn með bæði
beinum og óbeinum hætti. Þetta margslungna hugarástand almennings,
allt frá meðvitaðri andstöðu gegn vísindalegri þekkingu á loftslagsbreyt-
ingum til sinnuleysis andspænis vandanum, hefur verið nefnt afneitun
loftslagsbreytinga (e. climate change denial) og verið eitt helsta viðfangsefni
félags- og hugvísinda á þessu sviði.9
5 Roland Benedikter, Eugene Cordero og Anne Marie Todd, „The “American
Way of Life” and US Views on Climate Change and the Environment“, Cultural
Dynamics of Climate Change and the Environment in Northern America, ritstj. Bernd
Sommer, Leiden: Brill, 2015, bls. 21–54, sjá t.d. bls. 22.
6 Helstu kenningarsmiðir nýfrjálshyggju, Milton Friedman og Friedrich A. Hayek,
kenndu samtímis við hagfræðideild Chicago-háskóla í Bandaríkjunum á sjötta
áratug 20. aldar og Friedman mun lengur. Báðir hlutu þeir Nóbelsverðlaun í hag-
fræði á áttunda áratugnum og kenningar þeirra áttu eftir að móta efnahagsstefnu
Bandaríkjanna og Bretlands á þeim níunda undir stjórn Ronald Reagans og Marg-
aret Thatchers. Bruce Caldwell, „The Chicago School, Hayek, and Neoliberal-
ism“, bls. 301–334 og Robert Van Horn, Philip Mirowski og Thomas A. Staple-
ford (ritstjórar), „Blueprints“, bls. xv–xxiv, í Building Chicago Economics, New York:
Cambridge University Press, 2011.
7 Riley E. Dunlap og Aaron M. McCright, „Challenging Climate Change: The
Denial Countermovement“, Climate Change and Society: Sociological Perspectives,
New York: Oxford University Press, bls. 300–323, hér bls. 300.
8 Frekari upplýsingar um loftslagsbreytingar á íslensku má finna í bók Halldórs Björns-
sonar, Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
2008. Í sömu ritröð Umhverfisrita Bókmenntafélagsins má finna bók sem útskýrir vel
loftslagsbreytingar sem röskun á hringrás kolefnis í vistkerfi jarðar, Sigurður Reynir
Gíslason, Kolefnishringrásin, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012.
9 Í íslensku samhengi má nefna greinar Guðna Elíssonar, „Nú er úti veður vont:
Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðuhefð“, Ritið 1/2007, bls. 5–44 og „Dóms-