Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 41
40
oft hægt að ýta til hliðar samviskubiti og leiða augljós vandamál hjá
sér. Slík loddarabrögð stunda margir stjórnmálamenn og þau eru
einkenni á neyslusamfélaginu þar sem lausnirnar virðast allar snúast
um að kaupa sér frið.16
Lausnarfrásögnin sker sig úr hinum ýmsu túlkunum manna á loftslagsbreyt-
ingum sem Guðni ræðir í því tilliti að hún á greiða leið inn í hinar ýmsu
orðræður, hann nefnir hana í samhengi stjórnmála, fyrirtækja og í framhaldi
af seinni tilvitnuninni inn í samhengi umhverfisverndarumræðunnar.17
Í ljósi þess kemur ekki á óvart að frásögnin hafi á síðustu árum þróast í að
verða sérstaklega fyrirferðarmikil í umræðunni. Í samræmi við skrif Guðna,
sýnir greiningin hér í framhaldinu fram á vægi og útbreiðslu frásagnarinnar
nýverið, með greiningu á myndskeiðum um loftslagsbreytingar sem finna
má innan þriggja fyrrnefndra orðræða.18 Skoðuð verða myndskeið sem
framleidd eru af stofnunum á sviði stjórnmála og viðskipta og af sjálfseign-
arstofnunum í Bandaríkjunum.19 Greining lausnar frásagnarinnar í mynd-
16 Guðni Elísson, „Dómsdagsklukkan tifar …“, bls. 125.
17 Sama heimild, bls. 125.
18 Efni og bygging röksemdafærslunnar er að miklu leyti fengin úr meistararitgerð
minni í umhverfis- og auðlindafræði frá íslensku og menningardeild Háskóla
Íslands sem skrifuð var á ensku. Magnús Örn Sigurðsson, „The “We can solve
it” Narrative: The Misrepresentation of Climate Change within Contemporary
Western Discourse“, leiðbeinendur: Björn Þór Vilhjálmsson og Guðni Elísson,
Reykjavík: Háskóli Íslands, 2014.
19 Þó að ég hugsi um hugmyndafræði út frá skrifum Althussers og að hugmyndir hans
um hugmyndafræðileg stjórntæki ríkisins hafi veitt mér innblástur þegar ég fyrst
velti fyrir mér framleiðslu frásagna sem hugmyndafræði innan mismunandi orðræða
(Louis Althusser, „Hugmyndafræði …“, sjá t.d. bls. 189), er það margræður, lífrænn
(andstætt afar tæknilegu kenningakerfi Althussers) en upplýsandi skilningur nemanda
hans, Michel Foucault, á orðræðuhugtakinu sem ég reiði mig á. Notkun Foucaults
á hugtakinu orðræða var margslungin. Í verkum hans getur orðræða bæði vísað til
tiltekinnar notkunar á tungumálinu en einnig á einkar hlutlausan hátt til þess massa af
texta sem ákveðin stofnun framleiðir. Þessar mismunandi merkingar hugtaksins eru
þó augljóslega skyldar og stangast ekki sérstaklega á. Þar sem líklegt er að skilgreina
megi ákveðin einkenni á texta sem tiltekin stofnun framleiðir, þ.e. tiltekna notkun
á tungumáli, þá má ímynda sér að merkingunum geti slegið saman á átakalausan
hátt og orðræða stofnunar getur táknað bæði efni hennar og form. Í þessari grein er
hins vegar orðræðuhugtakið notað á hlutlausan og einfaldan hátt um þann texta sem
stofnun framleiðir. Enda færir greinin rök fyrir því að tiltekin notkun á tungumálinu
nái þvert yfir mismunandi orðræður þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Michel
Foucault, „The Description of Statements“, The Archaeology of Knowledge, London
og New York: Routledge, 2002, bls. 119–132, sjá sérstaklega í þessu samhengi bls.
120 og 121. Ensk þýðing fyrst gefin út árið 1972 af Tavistock Publications Ltd.
MaGnúS ÖRn SiGuRðSSon