Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 42
41
„Ýttu á hnappinn • Bjargaðu hnettinum“
skeiðunum byggir lauslega á hugmyndinni um stigveldi frásagna, þ.e. að
undirskipaðar frásagnir öðlist merkingu sína frá yfirskipuðum frásögnum,
en eins og hefur verið bent á er valdaójafnvægið í stigveldi sjaldnast algjört
og þannig er sá sem er ofar í stigveldinu oftast háður þeim sem hann okar.
Það sama á við hér; þó hugsa megi sem svo að ein frásögn sé ofar í stigveld-
inu, því hún er hin sýnilega lokaafurð málflutnings, er samband hennar við
undirfrásaganir sínar að sumu leyti gagnkvæmt.
Rök mín hér eru því fyrst og fremst byggð á þeirri hugmynd að frásögn
öðlist merkingu sína í samhengi við aðrar, rétt eins og orð öðlast merk-
ingu í samanburði við andstæð og sambærileg orð.20 Því mun ég tala um
frásagnarþræði í stað undirfrásagna þó gagnlegt geti verið að hafa í huga
að greiningin gengur oftast út frá því að aðrir frásagnarþræðir séu í þjón-
ustuhlutverki gagnvart lausnarfrásögninni. Þannig miðar rannsóknin að
því að kortleggja þá frásagnarþræði sem lausnarfrásögnin samanstendur af
eða styður sig við en hana tel ég vera markverðasta einkenni myndskeið-
anna sem hér verða greind, ekki síður en einkenni almennrar umræðu um
loftslagsbreytingar í samtímanum.
Enn fremur verður sýnt fram á hvernig frásagnarþræðir lausnarfrásagn-
arinnar eru einkennandi fyrir hugmyndafræði nýfrjálshyggju og þar með
hvernig hin lausnamiðaða frásögn um loftslagsbreytingar er betur skilin
sem hugmyndafræði en sem framsetning vísindalegrar þekkingar á lofts-
lagsbreytingum. Í greiningarköflunum þremur er leitt í ljós hvernig lausn-
arfrásögnin leitar ekki staðfestingar í vísindalegri þekkingu heldur sækir
helst merkingu sína til stórsögunnar (e. metanarrative; master narrative;
grand narrative) um framþróun mannsins sem margir hafa bent á að hafi
mikil áhrif á túlkun okkar á veruleikanum.21 Rannsóknin gefur til kynna að
frásögn hins upplýsta manns um sjálfan sig sem vitsmunaveru, í stöðugri
framþróun, sé hugmyndafræðilegt afsprengi, frekar en að hún standist vís-
indalega eða fræðilega skoðun.
Eitt eiga allar birtingarmyndir hinnar villandi lausnarfrásagnar sameig-
inlegt. Það er notkun sagnarinnar „að leysa“ (e. to solve) sem er á þessum
20 Roland Barthes, „Introduction to the Structural Analysis of Narratives“, Image,
Music, Text, þýð. Stephen Heath, New York: Hill and Wang, 1978, bls. 79–124, sjá
hér bls. 86.
21 Um slíka stórsögu, sjá Lyotard, Hið póstmóderníska ástand, bls. 84. Aðrir hafa í þessu
samhengi talað um framfaragoðsögnina, Georg Henrik von Wright, Framfaragoð-
sögnin, þýð. Þorleifur Hauksson, ritstj. Ólafur Páll Jónsson, Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 2003. Sjá einnig William R. Inge, The Idea of Progress, London:
Oxford University Press, London 1920.