Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 43
42
tímapunkti orðin illréttlætanleg og orsakar í raun það grundvallarmisræmi
sem finna má milli lausnarfrásagnarinnar og vísindalegrar þekkingar, þótt
vissulega megi finna vísindamenn sem haldi henni enn á lofti.22 Vonin á
bak við tal um lausnir er sú að með því að bregðast við óæskilegri virkni eða
vanvirkni í tilteknu kerfi megi endurheimta eða skapa nýtt æskilegt ástand.
Í ljósi þess að áhrif af losun manna á gróðurhúsalofttegundum út í and-
rúmsloftið, frá tímum iðnvæðingarinnar, á hitastig jarðar og súrnun sjávar,
munu vara í afar langan tíma (þúsundir ára),23 þótt allri umframlosun verði
hætt,24 er þó órökrétt að tala um raunverulega lausn. Skaðinn er þegar
skeður, þótt vissulega geti hlutirnir versnað töluvert. Loftslagsbreytingar
eru raunveruleiki í samtímanum; súrnun sjávar, sjávarborðshækkun, öfgar
í veðurfari og aukin tíðni veðurtengdra hörmunga, líkt og flóð, þurrkar,
skógareldar, hungursneyðir og sjúkdómsfaraldrar, eru dæmi um afleið-
ingar þeirra.25 Aðgerðir í dag munu ekki leysa þennan vanda í samtím-
anum heldur mögulega koma á æskilegu ástandi í vistkerfi jarðar í fjarlægri
22 Danski stjórnmálafræðingurinn Bjørn Lomborg hefur t.d. tortryggt alvarleika
þeirra spálíkana sem vísindamenn hafa sett fram um afleiðingar loftslagsbreytinga,
The Skeptical Environmentalist: Measuring the Real State of the World, Cambridge:
Cambridge University Press, 2001. Í greinasafni sem hann ritstýrði um snjallar
lausnir á loftslagsvandanum talar hann einnig gegn stjórnvaldsaðgerðum til að
minnka losun gróðurhúsalofttegunda á þeim forsendum að þær valdi miklum
efnahagslegum skaða og leggur þess í stað áherslu á að leysa megi vandann með
tækni- og markaðslausnum. Bjørn Lomborg, „Conclusion“, Smart Solutions to
Climate Change: Comparing Costs and Benefits, ritstj. Bjørn Lomborg, Cambridge:
Cambridge University Press, 2010, bls. 395–396.
23 Reto Knutti og Joeri Rogelj, „The legacy of our CO2 emissions: a clash of scientific
facts, politics and ethics“, Climatic Change 133/3, 2015, bls. 361–373.
24 út er komin fimmta skýrsla IPCC, milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, um
stöðu þekkingar á loftslagsbreytingum, með upplýsingum um stöðu loftslagsvís-
inda, samfélagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og æskileg viðbrögð. Ég vísa hér
hins vegar til fjórðu skýrslunnar sem kom út árið 2007 til að gæta þeirrar sanngirni
að nota þá þekkingu sem lá fyrir þegar orðræðan sem hér er greind var framleidd.
Um áframhaldandi hlýnun þrátt fyrir að allri umframlosun yrði hætt, IPCC,
„Summary for Policymakers“, Climate Change 2007: The Physical Science Basis, unnið
af vinnuhóp I fyrir fjórðu matsskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar, ritstj. Solomon, S., D. Qin, M. Manning, Z. Chen, M. Marquis,
K.B. Averyt, M.Tignor og H.L. Miller, Cambridge, UK og New York: Cambridge
University Press, 2007, bls. 1–18, hér bls. 16.
25 IPCC, „Summary for Policymakers“, Climate Change 2007: Impacts, Adaptation
and Vulnerability, unnið af vinnuhóp II fyrir fjórðu matsskýrslu milliríkjanefndar
Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, ritstj. M.L. Parry, O.F. Canziani, J.P.
Palutikof, P.J. van der Linden og C.E. Hanson, Cambridge: Cambridge University
Press, 2007, bls. 7–25.
MaGnúS ÖRn SiGuRðSSon