Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Qupperneq 44
43
„Ýttu á hnappinn • Bjargaðu hnettinum“
framtíð, a.m.k. sé miðað við lífshlaup manneskjunnar. Þar sem núverandi
kynslóðir manna og næstu kynslóðir munu kenna á afleiðingum loftslags-
breytinga sama hvað við tökum til bragðs í dag, felur tal um lausn á lofts-
lagsvandanum í sér ranga framsetningu á loftslagsbreytingum nema skýrt
sé tekið fram að sú lausn eigi einungis við ófæddar kynslóðir jarðarbúa í
fjarlægri framtíð.
Þjóðríkið leysir þetta: orðræða stjórnmála
Til að sýna fram á þróun, útbreiðslu og virkni lausnarfrásagnarinnar í orð-
ræðu stjórnmála verða skoðaðar frásagnarlegar áherslur í tveimur mynd-
skeiðum. Annað er framleitt af Demókrataflokknum í Bandaríkjunum og
hitt af Repúblikanaflokknum. „Betri leið“26 er sjónvarpsauglýsing sem
framleidd var fyrir John McCain, frambjóðanda Repúblikana til forseta-
kosninga árið 2008 og myndskeiðið „Augum beint að ógninni sem stafar af
loftslagsbreytingum“27 var framleitt af forsetaskrifstofu Bandaríkjanna til
þess að kynna ræðu Barack Obamas Bandaríkjaforseta um loftslagsbreyt-
ingar árið 2013.28
„Betri leið“, kosningaauglýsingin frá 2008, dregur upp alvarlega mynd
af loftslagsbreytingum í þeim tilgangi að kynna John McCain sem stjórn-
málamann er vinna muni að því að leysa vandann. Auglýsingin er nærtækt
dæmi um færsluna frá afneitun yfir í að loftslagsbreytingar séu vandamál
sem hægt sé að leysa en þingmenn og kjósendur Repúblikanaflokksins
höfðu fram að þessu aðhyllst afneitunarfrásagnir um loftslagsbreytingar
(og margir gera það raunar enn).29 Fyrri helmingur þessa þrjátíu sekúndna
26 John McCain 2008, „A Better Way“, hluti af kosningabaráttu frambjóðandans
John McCains í forsetakosningum í Bandaríkjunum 2008, YouTube.com, útgefið
á vefsíðunni 11. maí 2008, síðast sótt 30. janúar 2016 af https://www.youtube.com/
watch?v=WuRHRRYHKIY. Allar þýðingar eru höfundar nema annars sé getið.
27 The White House, „Addressing the threat of Climate Change“, YouTube.com,
útgefið á vefsíðunni 22. júní 2013, síðast sótt 30. janúar 2016 af https://www.
youtube.com/watch?v=gcL3_zzgWeU.
28 Ætlunin var að rannsaka umræðu samtímans og því nauðsynlegt að setja einhver
tímamörk varðandi hversu langt aftur í tíma skyldi leita að efni. Ég ákvað að nýta
ekki efni sem var framleitt fyrir útkomu fjórðu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsmál sem kom út árið 2007. Er það að sumu leyti handahófs-
kenndur tímapunktur, þó færa megi rök fyrir því að það sé gagnlegt að afmarka
rannsóknarrammann við tímapunkt þar sem staða vísindalegrar þekkingar á efninu
er opinberlega tekin saman á alþjóðavísu.
29 Bók Chris Mooney, The Republican Brain: The Science of Why They Deny Science – and
Reality, Hoboken: John Wiley & Sons, 2012, tekur saman þennan skýrt afmarkaða