Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 45
44
myndskeiðs sýnir, undir hernaðarlegum trommuslætti, afleiðingar lofts-
lagsbreytinga með skírskotun til veðurs og setur vandann enn fremur í
samhengi við síhækkandi dollaraverð á eldsneyti og matvöru. Í síðari hluta
myndskeiðsins er sleginn bjartsýnn tónn. Þungbúinn þulur víkur fyrir rödd
stuðning við loftslagsafneitun innan þessara tilteknu hópa frá sjónarhóli taugarann-
sókna og taugasálfræði. Nýleg þverþjóðleg samanburðarrannsókn á íhaldssömum
stjórnmálaflokkum sýnir að Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum sker sig úr
þegar kemur að áhugaleysi á loftslagsbreytingum og andstöðu við aðgerðir til þess
að sporna gegn vandanum, Sondre Båtstrand, „More than Markets: A Comp-
arative Study of Nine Conservative Parties on Climate Change“, Politics & Policy
43/4, 2015, bls. 538–561. Margir frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins
fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum árið 2016 hafa einnig lýst yfir efasemd-
um um sannleiksgildi loftslagsbreytinga af manna völdum, The New York Times,
„Presidential Candidates on Climate Change“, óljóst hvenær útgefið á vef, gagnvirk
síða sem gæti verið uppfærð reglulega, sótt síðast 30. janúar 2016 af http://www.
nytimes.com/interactive/2016/us/elections/climate-change.html. Áður hefur verið
sýnt fram á að mikill meirihluti útgefinna bóka sem tortryggja umhverfistengd
vandamál séu tengd íhaldssömum hugveitum í Bandaríkjunum, Peter J. Jacques,
Riley E. Dunlap og Mark Freeman, „The Organisation of Denial: Conservative
Think Tanks and Environmental Scepticism“, Environmental Politics 17/3, 2008,
bls. 349–385.
MaGnúS ÖRn SiGuRðSSon
Mynd 1. Olíudælur úr „Betri leið“.