Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 47
46
heldur einnig til hugmyndarinnar um að Bandaríkin sem einstök þjóð eigi
sér marga óvini.30 Síðarnefndi þráðurinn í þessari þjóðernislegu frásögn
er mjög skýr í myndskeiði John McCains þar sem loftslagsbreytingar eru
skilgreindar sem þjóðaröryggismál. Frásagnarþráðurinn birtist á einfaldari
máta hjá Obama þar sem hann segir að loftslagsvandinn sé „sérstaklega
sniðinn að styrkleikum Bandaríkjanna“ en þar umritast lausnarfrásögn-
in sem „Bandaríkin geta leyst þetta“.31 Í báðum tilvikum fellur alþjóð-
legt samstarf í skuggann á þjóðernislegum sjónarmiðum. Raunar segir
Obama í myndskeiði sínu að land sitt verði „að leiða alþjóðlegar tilraunir
til að berjast gegn loftslagsbreytingum“32 en myndskeiðið útskýrir ekki
efnislega þann slag heldur einblínir á nærtækara samhengi, aðgerðir innan
Bandaríkjanna og vernd bandarískrar náttúru.33 Ekkert er vísað til þess
miska sem önnur lönd, sérstaklega þróunarlönd, verða fyrir vegna lofts-
lagsbreytinga en til skamms tíma munu Vesturlandabúar síður finna fyrir
beinum afleiðingum hnattrænnar hlýnunar en íbúar í fátækari ríkjum
heimsins.34 Þessi mikla áhersla á loftslagsvandann sem innanríkismál sem
gjarnan má finna í umræðu stjórnmálanna gefur til kynna að vandinn sé
staðbundinn og viðráðanlegur, þótt ekki sé hægt að neita því að aðgerðir
innanlands dragi úr vandanum á hnattræna vísu. Líklegasta skýringin er sú
að stjórnmálamenn treysti sér ekki til þess að fara fram með siðferðilegar
30 Slíkar áherslur eru dæmigerðar fyrir málflutning bandarískra stjórnmálamanna og
má greina þær aftur til Monroe-stefnunnar, bandarískrar utanríkisstefnu frá árinu
1823, þar sem Bandaríkin lýstu því yfir að þau myndu líta á það sem ógn við sig
ef Evrópuþjóðir myndu ráðast á önnur ríki í Ameríku eða reyna að taka þau yfir.
Frekari umfjöllun um Monroe-setninguna má finna í bók George Herring, From
Colony to Superpower, Oxford: Oxford University Press, 2008, t.d. bls. 151–158.
Langtímaáhrif setningarinnar má sjá í afskiptum Bandaríkjamanna af innanrík-
ismálum ríkja utan Mið- og Suður-Ameríku en sagnfræðingurinn Gaddis Smith
hefur bent á að sjá megi tungutak Monroe-stefnunnar í rökstuðningi Bandaríkjanna
fyrir afskiptum í Þýskalandi, Kóreu og Víetnam, í bók sinni The Last Years of the
Monroe Doctrine, New York: Hill and Wang, 1994, bls. 13.
31 „[…] a unique challenge […] suited to America’s strengths“. The White House,
„Addressing the threat of Climate Change“.
32 „[…] and lead global efforts to fight [climate change]“. Sama heimild.
33 „We’ll need scientists to design new fuels and farmers to grow them. We’ll need
engineers to devise new sources of energy and businesses to make and sell them.
We’ll need workers to build the foundation for a clean energy economy. […] Our
forests and waterways, our croplands and snow capped peaks.“ Sama heimild.
34 IPCC, „Summary for Policymakers“, Climate Change 2007: Impacts, Adaptation and
Vulnerability, hér sérstaklega bls. 13–15.
MaGnúS ÖRn SiGuRðSSon