Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 50
49
við loftslagsvandanum eru ýkjur. Þannig lýsir lausnarfrásögnin loftslags-
breytingum sem viðráðanlegra vandamáli en þær eru raunverulega og slík
frásögn getur þrátt fyrir að hafa gildi sem hvatning gert skaða í heimi sem
þarfnast þess að brugðist sé hratt og staðfastlega við.
Neyslan leysir þetta: orðræða fyrirtækja
Fyrirtæki hafa í auknum mæli markað sér umhverfisstefnu og jafnvel tekið
skýra afstöðu til loftslagsbreytinga.39 Merkja má tvær gerðir fyrirtækja
sem hafa sérstaklega lagt upp með að framleiða orðræðu um loftslags-
breytingar. Annars vegar aðila með starfsemi, þjónustu eða vörur sem
hafa bein neikvæð áhrif á loftslagið og hins vegar aðila með starfsemi sem
hverfist að einu eða öðru leyti um umhverfisvernd. Til að endurspegla
fjölbreytileikann í orðræðunni verður hér litið til tveggja fyrirtækja sem
taka upp umræðuna um loftslagsbreytingar frá ólíkum sjónarhólum og um
leið sést hvernig lausnarfrásögnin hefur lagað sig að mismunandi geirum.
Myndskeiðin eru frá alþjóðlega hönnunarfyrirtækinu IDEO og bílafram-
leiðandanum General Motors en hið fyrrnefnda leggur áherslu á umhverf-
isvæna hönnun á meðan hið síðarnefnda framleiðir bíla, vöru sem er stór
þáttur í losun manna á gróðurhúsalofttegundum.
Bandaríski fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur sagði IDEO „mögu-
lega áhrifamesta vöruhönnunarfyrirtæki í heiminum“40 og í myndskeiði
kolefnis hefur stöðugt hækkað frá útkomu greinanna sé ljóst að líkurnar á því að
þjóðir heims nái settum markmiðum sínum um að takmarka hækkun meðalhita-
stigs eru enn minni í dag. Grein Andersons og Bows má nálgast hér: http://rsta.
royalsocietypublishing.org/content/369/1934/20. Og annan fyrirlestur Andersons
á Earth101 ráðstefnunni hér: http://earth101.is/kevin-anderson-2/. Hvort tveggja
var síðast sótt 30. janúar 2016.
39 Það sem af er 21. öldinni hefur samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í auknum mæli birst
í áherslu á sjálfbæra þróun, hugmynd sem gengur út á að varðveita þær auðlindir
sem við eigum og m.a. nýta endurnýjanlega orkugjafa til þess að sporna við lofts-
lagsbreytingum. Um samband samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærrar þróunar í
samtímanum, Giorel Curran, Sustainability and Energy Politics: Ecological Modern-
isation and Corporate Social Responsibility, New York: Palgrave Macmillan, 2015, sjá
hér sérstaklega bls. 187.
40 „IDEO may be the most influential product-design company in the world“. Charlie
Rose og Katherine Davis, „How to Design Breakthrough Inventions“, 60 Minutes,
útgefið á vef 7. janúar 2013, síðast sótt 30. janúar 2016 af http://www.cbsnews.com/
news/how-to-design-breakthrough-inventions-07-01-2013/.
„Ýttu á hnappinn • Bjargaðu hnettinum“