Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 52
51
gætu vakið með neytendum sektartilfinningu. Með þessu móti reyna þeir
að ná einungis eyrum þeirra sem nú þegar átta sig á vandanum og freista
þess þannig að áhorfandi sem ekki trúir á loftslagsbreytingar, eða er sér
ekki meðvitaður um þær, skilji ekki myndmálið eða veiti því ekki eftirtekt.
Slíkur viðtakandi myndi fyrst og fremst lesa auglýsinguna á yfirborðinu og
meðtaka skilaboð um sparneytni bílsins og skírskotanir til 20. aldar nátt-
úruverndar með áherslu á verndun landsvæða og víðerna.44 Til stuðnings
slíkri túlkun má nefna titil auglýsingarinnar og upphafsmyndskeið þar
sem myndhverfingin um jörðina sem geimskip er nýtt. Hún undirstrikar
nauðsyn þess að gæta auðlinda jarðar en líkingin hefur sterkar tengingar
við uppgang umhverfisverndar á síðari hluta sjöunda áratugs 20. aldar í
Bandaríkjunum.45
44 Um slíka 20. aldar náttúruvernd, sem á upptök sín í Bandaríkjunum og má rekja
aftur til náttúruskrifa á 19. öld (e. nature writing), má lesa í Roderick Nash, Wild-
erness and the American Mind, New Haven: Yale University Press, 2001.
45 Myndhverfingin er algeng í umræðu um sjálfbærni og umhverfisvernd þó fyrstu
dæmi um notkun hennar séu talsvert eldri, má segja að hún hafi fest sig í sessi í
bandarísku samhengi á sjöunda áratug síðustu aldar, samhliða uppgangi umhverf-
isverndarhreyfingarinnar. Spaceship Earth er titill bókar eftir hagfræðinginn Barböru
Ward frá árinu 1966, New York: Columbia University Press, og sama ár flutti annar
hagfræðingur, Kenneth E. Boulding, ræðu undir samskonar yfirskrift sem varð síðar
að grein, „The Economics of the Coming Spaceship Earth“, Environmental Quality
in a Growing Economy, ritstj. H. Jarrett, Baltimore: Johns Hopkins University Press,
1966, bls. 3–14. Ári síðar hélt arkitektinn Richard Buckminster Fuller ræðu með
svipuðum titli en sú ræða varð undanfari vinsællar bókar hans Operating Manual
for Spaceship Earth, Carbondale: Southern Illinois University Press, 1969.
„Ýttu á hnappinn • Bjargaðu hnettinum“
Mynd 4. Rammar úr „Chevrolet geimskipið Jörð“ sem skírskota til loftslagsbreytinga.