Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 53

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 53
52 Þeir tveir frásagnarþræðir sem greina má innan orðræðu fyrirtækja og birtast í báðum myndskeiðum tengjast tækni og neyslu og þeir undir- byggja lausnarfrásögn sem er í öllum helstu atriðum sú sama og birtist innan orðræðu stjórnmála. Frásögnina um neyslu sem lausn á loftslags- vanda, má skoða út frá því hvernig fyrirtæki ávarpa neytendur. Í stað þess að hverfast um stakan mælanda og þjóð hans eða kjósendur innan orðræðu stjórnmála, er það nú rödd fyrirtækis eða vörumerkis sem mælir til neyt- andans og býður honum að eiga hlutdeild í sér. Í upphafi myndskeiðanna er enginn greinarmunur gerður milli mælanda og viðtakanda, fyrirtækis og neytanda. Röddin mælir fyrir hönd allra viðtakenda í fyrstu en síðar, þegar lausnarfrásögnin kemur til skjalanna, þrengist aðildin að frásögninni og er þá aðeins bundin við þá sem eru hliðhollir vörunni.46 Með neyslu getur viðtakandinn þannig fengið hlutdeild í vörumerkinu og samtímis lausnarfrásögninni svo honum geti liðið eins og hann taki beinan þátt í lausninni á loftslagsvandanum. Byggingarlega er framsetning lausnarfrá- sagnarinnar nánast eins innan orðræðu stjórnmálanna þar sem atkvæði greitt með frambjóðanda sem framsetur frásögnina jafngildir hlutdeild í lausn loftslagsvandans. Hvort sem það er nokkurra milljóna króna far- artæki eða tilfinningalegt gildi atkvæðis í kosningum þá verður, í marxísku samhengi, misræmið milli framsetts notagildis vörunnar og skiptagildis geigvænlegt þegar varan er látin tákna lausnina á alvarlegasta vandamáli í vistkerfi jarðar.47 Þótt slík framsetning sé illa réttlætanleg frá sjónarmiði loftslagsmála þar sem hún gerir lítið úr alvarleika vandans er hún ekki óalgeng í auglýsingum. Við erum orðin vön ýktum og jafnvel órökréttum 46 Í upphafi Chevrolet auglýsingarinnar má greina skiptingu milli tveggja mismunandi frumlaga: „It’s been called spaceship Earth. Not a big place, but it is our place, and we [Bandaríkjamenn eða enskumælandi hluti mannkyns; viðtakandi hluti af frum- lagi] are learning that what happens in one part of it, effects all of us. We [fólkið hjá Chevrolet; viðtakandi ekki hluti af frumlagi] are Chevrolet and with the all new plug-in Volt and other energy saving vehicles, like the brand new Cruze, we are helping reduce emissions in the air we all breathe, and we are not stopping there.“ Goodby, Silverstein & Partners, „Chevrolet Spaceship Earth“. 47 Karl Marx, „Chapter 1: Commodities“, Capital: A Critique of Political Economy, 1. bindi, 1. bók: The Process of Production of Capital, 1. hluti: Commodities and Money, þýð. Samuel Moore og Edward Aveling, ritstj. Frederick Engels, endur- uppsetning: Zodiac, Hinrich Kuhls, Allan Thurrott, Bill McDorman, Bert Schultz og Martha Gimenez (1995–1996), yfirlestur og leiðréttingar: Andy Blunden og Chris Clayton (2008), Mark Harris (2010), Moskva: Progress Publishers, 2014, bls. 26–58. MaGnúS ÖRn SiGuRðSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.