Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 58
57
Innan orðræðu fyrirtækja verða loftslagsbreytingar að alvarlegu vanda-
máli sem þó skal leyst með neyslu almennings á „réttum“ varningi, réttum
í þeim skilningi að hann felur í sér aðgerðir sem ætlaðar eru til þess að
sporna við loftslagsbreytingum og kemur frá framleiðendum sem vilja
láta gott af sér leiða í því samhengi. Vandamálið er hins vegar að varning-
urinn er í flestum tilfellum að valda losun á koltvísýringi og aukin neysla
á hvers kyns varningi veldur einnig ýmiss konar losun. Samhliða þessu
framleiða auglýsingarnar sem kynna vörurnar frásögn sem gefur til kynna
að loftslagsbreytingar séu vandamál sem hægt sé að leysa en slík fullyrð-
ing er vandmeðfarin eins og hefur verið fjallað um hér að framan. Líkt og
í orðræðu stjórnmálanna sækja fullyrðingar fyrirtækjanna ekki réttlætingu
sína til vísinda heldur miklu frekar til almennra hugmynda mannsins um
sjálfsagða framþróun sína.
Almenningur leysir þetta: orðræða sjálfseignarstofnana
Ljóst má vera að orðræða stjórnmála og fyrirtækja tekur fremur mið af
hagsmunum lítils hóps einstaklinga, en gjörvallra jarðarbúa og komandi
kynslóða. Greiningin hér á undan á orðræðuframleiðslu þessara hópa sýnir
tilfærslu í umræðunni frá afneitun loftslagsbreytinga til afgreiðslu þeirra
sem leysanlegs vanda. Skilaboðin eru þau að það sé óþarfi að við í hinum
ríkari löndum heimsins tökum á okkur rögg og minnkum neyslu okkar og
orkunotkun, heldur sé í lagi að við höldum áfram sömu lifnaðarháttum
ef við bara hökum við rétt nafn á kjörseðlinum og veljum réttu vöruna úr
búðarhillunni. Slavoj Žižek lýsir þessari tilfærslu í kaflanum „Heimsendir
við borgarhliðið“ í bókinni Að lifa á tímum endalokanna frá árinu 2010:
Stjórnmálamennirnir og forstjórarnir sem þangað til nýlega afskrif-
uðu ótta um hlýnun jarðar sem heimsendaskotinn hræðsluáróður
fyrrverandi kommúnista eða að minnsta kosti sem ótta byggðan á
ófullnægjandi sönnunum – og sannfærðu okkur þannig um að það
væri engin ástæða til að örvænta, að það væri nokkurn veginn óhætt
að halda áfram okkar daglega amstri – eru núna allt í einu farnir að
tala um hlýnun jarðar sem einfalda staðreynd og einfaldlega sem
hluta af „okkar daglega amstri“.57
57 „Those very same politicians and managers who, until recently, dismissed fears of
global warming as the apocalyptic scaremongering of ex-communists, or at least as
based on insufficient evidence – and who thus assured us that there was no reason
for panic, that, basically, things would carry on as usual – are now all of a sudden
„Ýttu á hnappinn • Bjargaðu hnettinum“