Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 69
68
með tilliti til skaðsemi koltvísýrings. Enn fremur vísar hin ofur einfaldaða
lausnarframsetning til lífsgæða komandi kynslóða og samræmist þannig
nýfrjálshyggju sem heimsvaldastefnu í því hvernig hún hunsar þá sem þjást
dag frá degi vegna loftslagsbreytinga í fátækari löndum – en þær hafa leikið
og munu halda áfram að leika þegna þeirra mun harðar en bræður þeirra
og systur í ríkari ríkjum.79 Þessir heimsvaldatilburðir nýfrjálshyggju birt-
ast einnig í þjóðernislegum frásagnarþráðum innan stjórnmálaorðræðu.
Í myndskeiði Obamas segir hann að Bandaríkin skuli „leiða alþjóðlegar
tilraunir til að berjast gegn [loftslagsbreytingum]“80 á sama hátt og „Við“-
herferðin undirbyggir frásögn sína með glæstum augnablikum úr sögu
Bandaríkjanna.
Til þess að nálgast birtingarmynd nýfrjálshyggju í orðræðu sjálfseignar-
stofnana er gagnlegt að skoða myndskeiðin nánar með yfirskins-eiginleika
nýfrjálshyggju í huga. Brown ræðir sérstaklega hvernig Bandaríkjamenn
dulbjuggu innrásina í Írak sem aðgerð í anda frjálslynds lýðræðis (e. liberal
democracy) og segir lýðræðisvæðingu Íraks fyrst og fremst hafa falið í sér
að byggðir voru upp nýir innviðir eftir stjórnvisku og rökvísi nýfrjáls-
hyggju.81 Þótt hér sé ekki ætlunin að bera saman stríðið í Írak og verkefni
umhverfisverndarhreyfinga, má sjá samskonar tilraunir til þess að dulbúa
aðgerðir sem byggja á nýfrjálshyggju í því hvernig þátttaka almennings sem
lausn við loftslagsvandanum er framsett innan orðræðu sjálfseignarstofn-
ana. Hugmyndin um lýðræðisleg áhrif almennings í samfélagsumræðu
og kosningum er sett fram til þess að undirbyggja æskileika tæknilegra
markaðslausna. Svipað er uppi á teningnum í myndskeiði IDEO um vef-
verkefni fyrirtækisins þar sem almenningur getur átt í opinni samræðu um
hönnunarlausnir. Enn aðra birtingarmynd aðlögunarhæfni nýfrjálshyggju
má finna í Chevrolet-auglýsingunni, þar sem notað er þekkt líkingarmál
umhverfisverndar um jörðina sem geimskip.
Hin órökrétta áhersla á jákvæðni sem lausnarfrásögnin gerir sig seka
um er jafnframt til marks um áhrif nýfrjálshyggjunnar á hana. Jákvæðni
eða bjartsýni er gjarnan talin til góðra eiginleika í fari fólks en lengi hefur
þó verið vitað að dómgreindarlaus jákvæðni getur keyrt um þverbak,
79 Robin Mearns og Andrew Norton (ritstjórar), Social Dimensions of Climate Change:
Equity and Vulnerability in a Warming World, Washington, DC: The World Bank,
2010.
80 „[…] lead global efforts to fight [climate change]“. The White House, „Addressing
the threat of Climate Change“.
81 Wendy Brown, „Neoliberalism …“, bls. 47–48, 50.
MaGnúS ÖRn SiGuRðSSon