Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 71
70
Í myndskeiði IDEO var farið fram á að kannaðar verði „mögulegar lausnir
á jákvæðan og raunsæislegan máta […] án dómsdagsspár og depurðar [og]
pólitísks ásetnings.“85 En þessi bjartsýni – þessi „raunsæislegi máti“ – er
pólitískur ásetningur; bjartsýnin er þar birtingarmynd nýfrjálshyggju.
Að hugmyndafræði frjáls markaðar geri ekki nægilega ráð fyrir því að
vernda þurfi auðlindir náttúrunnar er ekki ný saga og það er heldur engin
nýbreytni að bent sé á hvernig nýfrjálshyggja á sína sök í loftslagsbreyt-
ingum. Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Naomi Klein er ein þeirra sem
hefur bent á tengsl þar á milli en skrif hennar um efnið eru knúin áfram
af þeirri bjartsýni að í loftslagsbreytingum búi tækifæri til þess að snúa við
blaðinu.
Loftslagsbreytingar fela í sér þau skilaboð að margar ástkærustu
hugmyndir menningar okkar séu ekki lengur lífvænlegar. Þetta eru
einstaklega torveld sannindi fyrir okkur öll, en við erum alin upp við
hugmyndir upplýsingarinnar um framfarir, óvön því að láta nátt-
úrulegar hindranir takmarka metnað okkar. […] [A]lvöru lausnum
við loftslagsvandanum tekst að nýta þessa fortíðardrauma til þess
að dreifa valdi með kerfisbundnum hætti [en] þessar nýju tegundir
kerfa munu krefjast þess að við tætum sundur hugmyndafræði frjáls
markaðar.86
Þetta brot er úr grein eftir Klein frá árinu 2011 og er einskonar undanfari
bókar hennar um sama efni sem ber titilinn Þetta breytir öllu (2014, e. This
Changes Everything). Titill bókarinnar er margræður, loftslagsbreytingar
eru vissulega á góðri leið með að breyta öllu til hins verra fyrir þær lífverur
sem byggja jörðina í dag en í bókinni býr einnig sú von að með góðu eða
illu hljóti loftslagsbreytingar á endanum að breyta því hvernig við dveljum
á jörðinni og skipuleggjum samfélög okkar. Báðar breytingar eru á veg
85 „[…] by exploring possible solutions, in an optimistic and real world way. […] No
doom and gloom. No political agenda.“ IDEO, „Our invitation to you“.
86 „Climate change is a message, one that is telling us that many of our culture’s most
cherished ideas are no longer viable. These are profoundly challenging revelations
for all of us raised on Enlightenment ideals of progress, unaccustomed to having
our ambitions confined by natural boundaries. […] [R]eal climate solutions are
ones that steer these interventions to systematically disperse and devolve power
[but] arriving at these new systems is going to require shredding the free-market
ideology.“ Naomi Klein, „Capitalism vs. the Climate – What the Right Gets – and
the Left Doesn’t – about the Revolutionary Power of Climate Change“, The Nation,
28. nóvember 2011, bls. 11–21, hér bls. 14.
MaGnúS ÖRn SiGuRðSSon