Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Qupperneq 74
73
Sólveig anna Bóasdóttir
Trú og loftslagsbreytingar
Yfirlýsingar trúarleiðtoga og kirknasamtaka
í aðdraganda COP21
Í um tuttugu ár hafa trúarsamfélög víðsvegar um heiminn beint sjónum
að loftslagsbreytingum af mannavöldum og afleiðingum þeirra.1 Aðkoma
trúaðs fólks að ýmiskonar umhverfisvandamálum og náttúruvernd á sér
þó lengri sögu, en það mun hafa verið upp úr 1960 sem ýmis samtök og
söfnuðir, oft með þekkta guðfræðinga í fararbroddi, tóku að beita sér gegn
notkun kjarnorkuvopna, mengun af ýmsu tagi, eyðingu skóglendis, virkj-
un fallvatna, útrýmingu dýrategunda og fjölmörgu fleiru.2 Um og eftir
1980 fjölluðu bæði einstakar kirkjur og kirknasamtök um umhverfismál
og náttúruvernd en þau málefni voru á sama tímabili á dagskrá hjá ýmsum
1 Ítarlegar upplýsingar um aðkomu trúarsamfélaga að baráttunni gegn loftslagsbreyt-
ingum má finna á vefsíðu Yale háskóla undir yfirskriftinni: The forum on religion
and ecology at Yale, sótt 3. desember 2015 af: http://fore.yale.edu/climate-change/
statements-from-world-religions/. Sjá einnig ritsafnið This Sacred Earth. Religion,
Nature, Environment, ritstj. Roger S. Gottlieb, New York & London: Routledge,
1996. Sömuleiðis má finna góða umfjöllun um framlag kristinna guðfræðinga
til umhverfismála eftir miðja 20. öld hjá Willis Jenkins í Ecologies of Grace. Envi-
ronmental Ethics and Christian Theology, 2008, Oxford: Oxford University Press,
einkum 3.–5. kafli. Þá má finna gott yfirlit í bókum sem gefnar voru út af Harvard
University Centre for the Study of World Religions Publications undir ritstjórn
Mary Evelyn Tucker og John Grim. Bækurnar bera nöfn viðkomandi trúarbragða,
s.s. Buddhism and Ecology (1997), Confucianism and Ecology (1998), Christianity and
Ecology (2000) o.s.frv. og byggðu á röð ráðstefna sem Harvard stofnunin hélt á
tímabilinu 1996–1998, sjá nánar á vefsíðu stofnunarinnar, sótt 11. janúar 2016 af:
http://cswr.hds.harvard.edu/about/publications.
2 Eitt elsta dæmið um skrif kristinna guðfræðinga um umhverfismál má finna hjá
Paul. H. Santmire, sjá nánar Brother Earth. Nature, God and Ecology in Time of Crisis,
New York: T. Nelson, 1970. Gott yfirlit yfir skrif guðfræðinga er einnig í bókinni
The Travail of Nature. The Ambiguous Ecological Promise of Christian Theology, Phila-
delphia: Fortress Press, 1985.
Ritið 1/2016, bls. 73–99