Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 75
74
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR
stofnunum Sameinuðu þjóðanna.3 Þar ber hæst starf Alkirkjuráðsins (e.
World Council of Churches)4 sem ýtt var úr vör á heimsþingi samtakanna
í Vancouver 1983 með verkefninu „Justice, Peace and the Integrity of
Creation“ (JPIC).5 JPIC-verkefnið tengdi umhverfissinna frá ólíkum
kirkjudeildum og var haldinn fjöldi ráðstefna sem tengdust málefninu á
níunda áratugnum. Hápunktur þessa var heimsráðstefnan í Seoul í Suður
Kóreu árið 1990 þar sem þátttakendur samþykktu táknrænan sáttmála
og sameinuðust um stefnu til framtíðar.6 Meðal mikilvægra gilda þess
sáttmála má nefna hagsmuni hinna fátæku í heiminum, frið, jafnrétti og
mannréttindi. Eftirfarandi málefni voru sett á oddinn á heimsráðstefnu
Alkirkjuráðsins í Seoul: Réttlátt efnahagskerfi og lausn undan erlendum
skuldum, öryggi og friðarmenning, menning þar sem unnt er að lifa í rétt-
látum tengslum við náttúruna ásamt því að nýta gjafir hennar til að næra
og viðhalda öllu lífi á jörðinni, og loks afnám kynþáttahyggju og mismun-
unar af öllu tagi.7 Tengsl réttlætis, friðar og friðhelgi náttúrunnar hafa
allar götur síðan verið ríkjandi í starfi Alkirkjuráðsins.8 Um margþætta
umhverfisbaráttu trúaðs fólks, trúarhópa og kirknasamtaka, frá mismun-
andi sjónarhornum, er til mjög viðamikið efni sem ekki verður gerð grein
fyrir hér.9
3 Hér verður látið nægja að vísa til skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem oft-
ast er kennd við Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs, World
Commission on Environment and Development. Our Common Future, Oxford: Oxford
University Press, 1987, en í þeirri skýrslu var lögð áhersla á siðfræði og siðferði sem
tæki til að takast á við umhverfisvandamálin. Einnig má nefna yfirlýsingu þá sem var
niðurstaða Ríó-ráðstefnunnar (Earth Summit), sjá United Nations: Rio Declaration
on Environment and Development. New York: United Nations Publications, 1992.
4 Alkirkjuráðið er stærstu samkirkjulegu samtök heims með 345 rétttrúnaðarkirkjur
og mótmælendakirkjur í 110 löndum. Rómversk kaþólska kirkjan er ekki í Alkirkju-
ráðinu en starfar náið með því í ýmsum málaflokkum. Sjá, World Council of Churches,
sótt 8. febrúar 2016 af: http://www.oikoumene.org/en/member-churches.
5 World Council of Churches, sótt 8. febrúar 2016 af: http://www.wcc-coe.org/wcc/
who/dictionary-article11.html.
6 Ecology, Justice and Christian Faith. A Critical Guide to the Literature. Peter W. Bakk-
en, Joan Gibb Engel & J. Ronald Engel (ritstj.), Westport, Connecticut, London:
Greenwood Press, 1995.
7 World Council of Churches, sótt 8. febrúar 2016 af: http://www.wcc-coe.org/wcc/
who/dictionary-article11.html.
8 Sjá nánar hjá Willis Jenkins, Ecologies of Grace, bls. 62 og á vefsíðu Alkirkjuráðs-
ins, sótt 14. desember 2015 af: https://www.oikoumene.org/en/what-we-do/eco-
justice.
9 Hvað kristið trúarumhverfi áhrærir er mikilvægt að nefna grein miðaldasagnfræð-
ingsins Lynn White Jr. (1907–1987) þar sem hann hélt því fram að sú umhverfisvá