Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 77
76
Frá sjónarmiði hinna trúuðu tekur trú til lífsins alls og mótar framferði
einstaklinga. Hvernig tengist þá trú loftslagsbreytingum? Það er sú spurn-
ing sem þessi grein hverfist um og er markmiðið að varpa ljósi á hana
með því að rýna í hugtök og hugmyndir um samband manns og náttúru
í hinni gróskumiklu trúarlegu og siðfræðilegu orðræðu sem skapaðist um
loftslagsmál. Vegna takmarkaðs rýmis einskorðast umfjöllunin við kristnar
kirkjudeildir. Rýnt verður í nýlegar yfirlýsingar, skýrslur og áköll ásamt
umburðarbréfi Frans páfa og leitast við að varpa ljósi á helstu einkenni
orðræðu trúarsamtaka og leiðtoga um hlýnun jarðar af mannavöldum.13
Sérstöku ljósi er beint að siðferðilegum gildum orðræðunnar. Þar kemur
ekki síst við sögu spurningin um hver sé staða mannsins í náttúrunni og
hversu mikilvægir hagsmunir hans séu, samanborið við hagsmuni annarra
lífvera og jafnvel heilla vistkerfa.14 Umfjöllun um þessa spurningu beinir
athygli að mismunandi stefnum og straumum innan náttúrusiðfræði, s.s.
mannmiðlægri siðfræði, sem í kristnu samhengi hefur lagt áherslu á mann-
inn sem einstaka sköpun Guðs sem hafi einstakt hlutverk innan sköp-
unarverksins, lífhyggjusiðfræði, sem í kristinni framsetningu ítrekar að allt
það líf sem Guð hafi skapað sé gott í sjálfu sér og hafi því eigið gildi. Síðast
en ekki síst verður komið inn á guðshyggjusiðfræði en fulltrúar hennar líta
á manninn sem hluta af vistkerfinu og benda á að maðurinn verði að vera
tilbúinn að fórna hagsmunum sínum fyrir heildina þegar svo ber undir.15
Ásamt hinum siðfræðilegu þemum vakna fjölmargar spurningar í
tengslum við efnið, s.s. um samband vísinda og trúar sem og hvaða stöðu
hið trúarlega efni hefur í víðara samhengi. Að hverjum beinist boðskapur
hinna trúarlegu yfirlýsinga og á hvaða gildum byggist hann? Er innihald
efnisins almennt eða er það þvert á móti svo sértækt að aðeins „innmúr-
aðir“ trúmenn taki það til sín? Eru siðferðilegar áherslur efnisins í sam-
ur“, Náttúrusýn. Safn greina um siðfræði og náttúru, ritstj. Róbert H. Haraldsson og
Þorvarður Árnason, Reykjavík: Rannsóknarstofnun í Siðfræði, bls. 9–18, hér bls.
16.
13 Hér er rétt að taka fram að efnið er af ólíkum toga sem skýrist af mismunandi
stofnanalegri umgjörð og hefur þ.a.l. mismunandi mikið vægi í umræðunni um
loftslagsbreytingar. Áherslan hér liggur ekki á samanburði efnisins, heldur er mark-
miðið að gefa innsýn í mismunandi, nýlegt efni frá ólíkum trúarsamtökum.
14 Þetta er grundvallarspurning innan náttúrusiðfræðinnar, ef marka má skoðun Páls
Skúlasonar, sbr. bók hans Umhverfing, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998, bls. 11.
15 Göran Bexell og Carl-Henric Grenholm, Siðfræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki,
Reykjavík: Skálholtsútgáfan, 2001, bls. 442–449 (þýðing Aðalsteins Davíðssonar á
bókinni Teologisk etik. En introduktion, Stockholm: Verbum förlag, 1997).
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR