Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 79
78
og víðtækari þekkingu á vísindum og tækni því ef við skiljum
ekki hvert vandamálið er, er ólíklegt að okkur auðnist að leysa það.
Þessvegna ályktum við að það sé brýn þörf fyrir hvort tveggja: trú og
vísindi. Við vitum að samtök ykkar og samfélög veita þessu málefni
nú þegar mikla athygli og væntum þess að þetta ákall verði hvatning
til sameiginlegra aðgerða sem miða að því að vernda jörðina.20
Þetta ákall var sett fram fyrir tuttugu og sex árum og áhugavert er að
velta fyrir sér hvaða mynd er dregin upp af tengslum vísinda og trúar?21
Augljóslega er litið á trú og vísindi sem bandamenn og að nálganir beggja
séu jafnréttháar í sameiginlegri baráttu mannkyns til verndar lífi á jörð-
inni.22 Slík nálgun er opin fyrir samræðu ólíkra sviða, hún viðurkenn-
ir merkingu og vægi trúarlegs orðfæris og tjáir að samræða og hagnýt
samhæfing þeirra mörgu og ólíku aðila sem vilja jörðinni vel sé brýn.23
Samskonar skilningur einkennir þær trúarlegu yfirlýsingar sem ég skoða í
þessari grein en í þeim öllum er gengið út frá því að svið náttúruvísinda og
trúar séu samherjar sem þurfi að ganga í takt. Gengið er út frá því að nátt-
úruvísindin hafi þegar gert grein fyrir grundvallarstaðreyndum málsins.
Verkefnið sem við blasir er á tveimur plönum: Að koma á bindandi sam-
komulagi allra þjóða heims um að takast á við vandann af fullum heilind-
um og að fá allan þorra almennings til að taka þátt í þeim aðgerðum sem
nauðsynlegar þykja til að stöðva hlýnun jarðar. Hvort tveggja verkefnið,
20 Preserving & Cherishing the Earth. An Appeal for Joint Commitment in Science &
Religion, janúar 1990, sótt 1. desember 2015 af: http://earthrenewal.org/Open_let-
ter_to_the_religious.htm. Allar þýðingar eru mínar nema annars sé getið.
21 Dæmi um mismunandi líkön varðandi þessi tengsl, sjá nánar hjá t.d. trúarbragða-
fræðingnum Ian G. Barbour, When Science Meets Religion. Enemies, strangers, or
partners? San Francisco: HarperCollins, 2000; John Haught, Science and Religion,
New York. Paulist Press, 1995; Niels H. Gregersen og Wentzel van Huyssteen,
(ritstj.) Rethinking Theology and Science. Six Models for the Current Dialogue, Grand
Rapids: Eermans, 1998.
22 Ian G. Barbour, When Science Meets Religion, bls. 7–38. Algengari líkön um samband
trúar og vísinda eru samkvæmt greiningu Barbour átakalíkanið (e. conflict) og sjálf-
stæðislíkanið (e. independence) en bæði byggjast á þeirri forsendu að trú og vísindi séu
andstæður. Í hinu fyrra snertast trú og vísindi ekki með neinum vitrænum hætti þar
sem trú og raunvísindi eru álitin ósamræmanleg svið. Síðara líkanið er hins vegar
ögn mildara í framsetningu og gengur út frá gagnkvæmu afskipta- og áhugaleysi.
23 Sbr. Elizabeth A. Johnson, Ask the Beasts. Darwin and the God of Love, London, New
Delhi, New York, Sidney: Bloomsbury, 2014, bls. 11–12.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR