Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 84
83
ing United Nations Climate Change Conference, COP21 in Paris in December
2015.37 Undir hana rita hátt á annað hundrað trúarleiðtogar, þar á meðal
biskupar nær allra evangelísk-lútherskra kirkjudeilda á Norðurlöndum38
ásamt fulltrúum og forsvarsmönnum þverþjóðlegra trúarlegra samtaka og
stofnana. Framtíðarkynslóðir eru í brennidepli skjalsins sem ítrekar mik-
ilvægi guðfræði og trúarsamfélaga í málefnum sem snerta loftslagsbreyt-
ingar. Skjalið er í fimm liðum og í þeim öllum er talað um að „tíminn sé
fullnaður“ (gr. καιρός ), sem skírskotar í hinu kristna samhengi til Nýja
testamentisins, nánar tiltekið til orða Jesú í upphafi Markúsarguðspjalls
(Mark.1.15.), þar sem hann boðar gagnger sinnaskipti sem undanfara ríkis
síns og réttlætis. Kairos hugtakið í kristinni túlkun tjáir þannig ögurstund
og upphaf nýrra tíma.
Skjalið hefst á þeim orðum að lífið sé dýrmæt gjöf Guðs og í kjölfarið
fylgja fimm staðhæfingar en í þeim öllum er beitt siðfræðilegum og guð-
fræðilegum hugtökum s.s. ráðsmennsku, ábyrgð gagnvart komandi kyn-
slóðum, umhverfisréttlæti, róttækri einstaklings- og formgerðarumbreyt-
ingu og nauðsyn nýrra leiðtoga með annars konar framtíðarsýn en þá sem
nú tíðkist. Í öllum þáttum er vísað til trúarlegra hefða, frásagna, siða og
reglna sem sagðar eru styðja viðkomandi staðhæfingar. Engar beinar til-
vísanir í trúarrit er að finna í þessu skjali en þó má greina þekkta, almenna
siðfræðireglu sem virðist sameiningartákn þeirra sem standa að yfirlýsing-
unni. Það er gullna reglan sem þekkt er í flestum menningar- og trúarsam-
félögum heims,39 en samkvæmt henni ber sérhverri manneskju að koma
fram við aðra á sama hátt og hún vill að komið sé fram við sig.
37 Yfirlýsing andlegra og trúarlegra leiðtoga vegna COP21, 22. október 2015, sótt
18. nóvember 2015 af https://twitter.com/isclimatechange/status/666290685 453
148161/photo/1?ref_src=twsrc%5Etfw. Sjálfa yfirlýsinguna má finna á pdf. skjali
á vefsíðu World Council of Churches, sótt 8. janúar 2016 af: http://www.oik-
oumene.org/en/resources/documents/wcc-programmes/diakonia/climate-change/
statement-from-religious-leaders-for-the-upcoming-cop21.
38 Nafn biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur, er ekki á skjalinu. Þess ber að
geta að biskup Íslands fjallaði um loftslagsbreytingar og COP21 í nýárspredikun
sinni í Dómkirkjunni 1. janúar 2016, sótt 3. janúar 2016 af: http://www.mbl.is/
frettir/innlent/2016/01/01/hluum_ad_lifinu_segir_biskup/.
39 Í kristinni framsetningu hljóðar gullna reglan svo: „Allt sem þér viljið að aðrir menn
geri yður, það skulið þér og þeim gera!“ (Matt.12.7). Konfúsíus, sem uppi var löngu
fyrir daga Jesú, orðaði regluna neikvætt: „Ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að
aðrir geri þér, þá mun engum mislíka við þig!“, sjá t.d. Russell Freedman, Confucius.
The Golden Rule, New York: Arthur A. Levine Books, 2002. Svipaða siðareglu má
finna í trúarritum gyðinga og hindúa, sbr. Brian D. Lepard, Hope for a Global Ethic,
Wilmette: Behá´i Publishing, 2005, bls. 35–39.
TRú OG LOFTSLAGSBREYTINGAR