Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 87
86
anda COP21 mátti finna margvíslegan fróðleik um áherslur sambandsins í
umhverfismálum sem skipta má upp í fjóra þætti: réttlæti, frið, umhyggju
fyrir sköpunarverkinu og mannréttindi.43 Á vefsíðunni er fjallað um lofts-
lagsbreytingarnar af mannavöldum sem hvata nýrrar siðbótar. Erindi sið-
bótarinnar í upphafi er sagt hafa verið að forða kristnum mönnum frá því
að gerast sölumenn fyrirgefningar Guðs, en nú snúist siðbótin hinsvegar
um að bjarga sköpunarverki Guðs frá eyðileggingu.44 Jörðin sé í sárum
vegna atbeina manna, einkum græðgi og ofneyslu, og kristin kirkja standi
frammi fyrir því verkefni að lækna þau sár. Leiðarljós nýrrar siðbótar skal
vera almannahagur (e. common good) og allar hugmyndir um hagsæld og
vöxt sniðnar að honum: Jörðina og loftið eigi mannkyn sameiginlega, bæði
við sem nú lifum og komandi kynslóðir. Siðferðileg tregða til að skilja
þetta, segir á vefsíðunni, orsakast af því að maðurinn skilur ekki köllun
sína sem er að vinna verk réttlætis og miskunnar í heiminum. Þjónusta við
náungann sé þjónusta við Guð sem gaf okkur jörðina.45
Hér er slegið á kunnuglegan streng í lúthersku samhengi en þar á ég við
skilning á syndinni og verkum hennar í heiminum. Heimurinn er syndugur
og maðurinn líka – þetta eru mikilvæg atriði í túlkun lútherskra kenni- og
fræðimanna á kenningu Lúthers. En hvað sem synd mannsins og heims-
ins líður þá gerir Guð miklar kröfur til mannsins, hann kallar manninn til
þjónustu við náungann. Köllun sérhvers manns er að gera náunga sínum
gott. Náungakærleikur er kjarnahugtak hjá Lúther og inntak þess geta
allir menn skilið því að algilt siðferðilegt lögmál er ritað í hjarta sérhvers
einstaklings, samkvæmt Lúther. Kærleikurinn og gullna reglan er kjarni
siðferðislögmálsins og þá gjöf hafa allir menn hlotið í vöggugjöf.46
LH hafði frumkvæði að útgáfu fjölda rita í aðdraganda COP21.47
Nýlegast þar á meðal er ritið Creation – not for sale sem er frá 2015 en titill-
www.lutheranworld.org/. LH eru samtök 145 evangelísk-lútherskra kirkna víðs
veg ar í heiminum, með samtals um 72 milljónir meðlima í 98 löndum.
43 Sbr. vefsíðu Lútherska heimssambandsins, sótt 25. nóvember 2015 af: https://www.
lutheranworld.org/content/lwf-delegation-mobilizes-cop21-paris.
44 Eitt þekktra slagorða lútherskrar hefðar er „ecclesia semper reformanda est“ sem
merkir að kirkjan þurfi stöðugt að vera í ferli siðbótar.
45 Sbr. vefsíðu Lútherska heimssambandsins, sótt 25. nóvember 2015 af: https://www.
lutheranworld.org/content/lwf-delegation-mobilizes-cop21-paris.
46 Marteinn Lúther, Wider die himmlischen Propheten, von den Bildern und Sakra-
ment (1525), Martin Luther: Werke, Kritische Gesamtaugsgabe (WA), 18. bindi,
Weimar: Herman Böhlaus Nachfolger, 1908.
47 Umhverfis- og sjálfbærnistefna LH felur í sér að flest af þessu efni birtist fyrst og
fremst á veraldarvefnum.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR