Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 90
89
jörðina, gerið ykkur hana undirgefna og ríkið yfir fiskum sjávarins og fugl-
um himinsins og öllum dýrum sem hrærast á jörðinni“ (1Mós.1.28). Bent
er á síðari sköpunarsöguna, í Annarri Mósebók (2Mós.7–8), sem mótvægi
þeirrar fyrri en þar er dregin upp önnur mynd af stöðu mannsins. Í síð-
ari sögunni er maðurinn sagður af jörðu kominn og hlutverk hans ábyrg
umönnun garðs Drottins: Hlutverk hans er að þjóna. LH tekur afstöðu
gegn ríkjandi mannskilningi í heiminum í dag og segir hann ýta undir
mannmiðlægni. Í efninu eru hugtökin synd og frelsun notuð til að tjá alvar-
leika þess að lifa áfram eins og gert hefur verið og lögð áhersla á nauðsyn
þess að halda af þeim vegi. Meginmál mannskilnings LH kristallast í orð-
unum um að mannkyn beri kennsl á sjálft sig, köllun sína og þá stöðu sem
Guð hefur sett því. Víki það ekki af þeim hættulega og falska vegi, vofi
tortíming jarðarinnar yfir. Syndin felst í að afneita takmörkunum manns-
ins og neita að axla ábyrgð.60
Umhyggja fyrir sköpunarverkinu og réttlæti til handa framtíðarkyn-
slóðum virðast meginmál í siðferðilegum boðskap LH um loftslagsbreyt-
ingar. Réttlætisstef eru áberandi og kristallast í hugtakinu loftslagsréttlæti
sem oft bregður fyrir í textanum. Réttlæti krefst ábyrgðar og samstöðu
ásamt umhyggju fyrir þeim sem höllustum fæti standa í veröldinni. Hverjir
munu borga loftslagsbreytingarnar dýrustu verði, missa landið sitt, deyja
fyrstir og hverjir munu kosta baráttuna gegn þeim? Allar fjalla þessar
spurningar um réttlæti á einn eða annan hátt.
Náttúrusýn LH kemur skýrt fram í því orðfæri sem notað er um jörðina.
Jörðin er heilög og góð og hefur eigið gildi – óháð manninum. Þessi túlk-
un byggist á velþóknun Guðs á sköpunarverkinu, með stuðningi í Fyrstu
Mósebók, sem er grundvöllur náttúrusýnar LH. Verðmæti jarðarinnar
felst í því að hún tilheyrir sköpunarverki Guðs og nýtir textinn kennivald
Biblíunnar til að tjá það, nánar tiltekið þar sem segir um skaparann eftir að
hann hafði lokið verki sínu: „Og Guð leit allt sem hann hafði gert, og sjá,
það var harla gott“ (1Mós.1.31). Umhverfissiðfræði LH er þannig blanda
lífhyggju- og guðhyggjusiðfræði. Hefðbundinni umhverfissiðfræði sem
miðar allt við manninn er andæft vegna þess að hún hefur ekki burði til að
vernda jörðina, hún ber ekki nægjanlega virðingu fyrir gróðri, dýrum og
vistkerfum. Kristin lífhyggjusiðfræði undirstrikar hinsvegar að maðurinn
er af jörðu kominn, hann tengist jörðinni náið enda hluti sköpunarverks
60 God, Creation and Climate Change, bls. 27–29.
TRú OG LOFTSLAGSBREYTINGAR