Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 93
92
hvorki að leita í breyttri tækni né auknum hagvexti heldur í breyttum lífs-
háttum sem byggjast á nýjum viðhorfum til lífsins. Það sem við þurfum,
segir páfi, er bylting hugarfars og menningar.67
Í guðfræðilegri útleggingu sinni á loftslagsvandamálunum styðst páfi
við kaþólska félagssiðfræði sem einkennist af því að hafa almannahag að
leiðarljósi. Í brennidepli eru tengsl manns og náttúru í heiminum nú um
stundir – andspænis Guði sem er skapari alls sem er. Vandamál mannkyns,
segir páfi, er að það þekkir ekki stöðu sína innan sköpunarverksins, mað-
urinn lifir ekki sem trúr og dyggur ráðsmaður, með ábyrgð á sameiginlegu
heimili allra sem byggja jörðina, manna jafnt sem lífvera. Í stað þess hefur
maðurinn tekið sér stöðu yfirboðara á jörðinni. Páfi nálgast vandamálið
heildrænt og talar um vistfræði heilinda sem sé samofin hugmyndum um
almannahag og þær hugmyndir tengir hann hugtökunum farsæld, friði og
réttlæti. Hann hvetur til sannrar þróunar sem hann aðgreinir frá falskri
þróunarhyggju. Allt í heiminum er samtengt: Tími og rúm, umhverfið,
náttúran, maðurinn og samfélagið en það sem heimurinn þarfnast er ný
tegund mannhyggju sem byggist á samstöðu með náttúrunni en einnig
nýjum réttlætishugmyndum sem verji málstað framtíðarkynslóða.68
Líkt og í því efni sem þegar hefur verið skoðað er hugtakið sköpunar-
verk Guðs grundvallaratriði í útleggingu páfa varðandi hið rétta hlutverk
mannsins á jörðinni. En þrátt fyrir að maðurinn sé sköpun Guðs er hann
ekki fullkomin. Það sem gerir stöðu hans einstaka er ábyrgð hans gagnvart
öllu öðru lífi á jörðinni, heldur páfi fram. Þessi ábyrgð sé til komin vegna
skynsemi mannsins en birtingarmynd hennar er samfélag þar sem allt líf er
í jafnvægi. Maðurinn má ekki láta það stíga sér til höfuðs að vera skapaður
í mynd Guðs, skrifar páfi, í slíkri líkingu felst hvorki drottnun né yfirráð
heldur ábyrgð gagnvart þeim sem lífið gaf.69
Jöfnuður meðal manna og miskunn í garð hinna fátæku er annað sið-
ferðilegt meginstef páfabréfsins. Páfi brýnir kirkjuna til að standa vörð
um almannahag og berjast gegn forréttindum einkaaðila á gæðum jarðar.
Hinir fátæku eiga jafnan rétt og hinir ríku, skrifar páfi, Guð hefur skap-
að alla jafna.70 Í hvaða aðgerðir þarf mannkyn þá að ráðast til að tak-
ast á við núverandi vanda, samkvæmt Laudato si? Það fyrsta sem nefna
67 Laudato si´, # 17–61 og 101–136.
68 Eins og sést má víða finna töluverða samsvörun milli páfabréfs og yfirlýsinga LH
í túlkun vandans og aðgerðum. Sjá Laudato si´, # 62–100, 137–162.
69 Laudato si’, # 76–92.
70 Sama heimild, # 93–100.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR