Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 97
96
Það sem auðkennir þetta skjal, umfram önnur, er hve beinskeytt það er
og lítt guðfræðilega rökstutt. Skýringin er trúlega sú að því er beint að
þjóðarleiðtogum á ögurstundu og markmiðið er að vera eins skýr og skor-
inorður og mögulegt er. Allt sem máli skiptir hefur þegar verið sagt í fyrri
yfirlýsingum og áköllum, áherslan er lögð á boðskap sem allir ættu að geta
sameinast um: Þverþjóðlega samstöðu og samúð með þeim sem minnst
mega sín.
Lokaályktanir
Hvernig tengjast þá trú og loftslagsbreytingar? Hefur þetta tvennt eitt-
hvað með hvað annað að gera? Nýleg kristin orðræða, tengd loftslagsráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember 2015, svarar því að mínu
mati játandi. Trúarafstaða fólks hefur áhrif á hugmyndaheiminn og þ.a.l.
breytnina. Kristin trú hefur haft afgerandi áhrif á vestrænan skilning á
manni og heimi. Um það velkjast þeir sem standa að baki hinni kristnu
loftslagsorðræðu ekki í vafa. Orðræðan kallast á við fyrri orðræðu um nátt-
úruvernd og umhverfismál sem var áberandi á vegum Sameinuðu þjóð-
anna á 9. áratug síðustu aldar þar sem lögð var áhersla á tengsl siðferðis og
sjálfbærrar þróunar, en þýðing framtíðarinnar og ábyrgð gagnvart kom-
andi kynslóðum kom einmitt fyrst fram þar.76 Þá endurspeglar hún einnig
áherslur í starfi stærstu kirknasamtaka heims, s.s. Alkirkjuráðsins frá sama
tíma, þar sem tengsl umhverfisbaráttu og samstöðu með þeim sem minnst
mega sín í veröldinni var haldið á loft.77 Síðast en ekki síst er hún í sam-
hljómi við Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem baráttan gegn
fátækt var tengd sjálfbærri nýtingu náttúrunnar.78 Hin kristna, trúarlega
orðræða er því hvorki sett fram í menningarlegu tómarúmi, né virðist mér
hún á skjön við aðrar orðræður um náttúruvernd og umhverfismál.
Sá hluti loftslagsorðræðunnar sem beindist að kristnu fólki, fremur en
þjóðarleiðtogum og valdhöfum, boðar á margan hátt nýjar áherslur innan
kristinnar siðfræði. Lítill sem enginn munur er á tungutaki lútherskra
og kaþólskra yfirlýsinga hér, orðfærið er klassískt og er í vissri merkingu
alþjóðlegt sem skýrist af því að Biblían og þekktar biblíulegar túlkanir
76 Hér læt ég nægja að vísa til skýrslu Gro Harlem Brundtland, Our Common Future,
þar sem er ítrekað mikilvægi siðfræðinnar í allri umræðu um umhverfismál, sjá
nmgr 3.
77 Sbr. nmgr. 4, 5 og 7.
78 United Nations: United Nations Millennium Declaration, New York, 2000.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR