Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 99
98
Lútherska heimssambandsins hverfist um. Manngildi hinna fátæku er allt
of víða fótum troðið, hagsmunir þeirra fyrir borð bornir í heimi sem er á
hraðri leið til glötunar. Miða verður við þarfir þessa hóps í öllum aðgerð-
um sem hugsanlega verður ráðist í til að stemma stigu við áframhaldandi
hlýnun jarðar. Ásamt áherslunni á hina fátæku eru komandi kynslóðir og
möguleikar þeirra til bærilegs lífs á jörðinni í kastljósi orðræðunnar. Þetta
atriði er þó ekki nýtt, fremur en áherslan á hina fátæku, heldur er hér tekið
undir með fyrri orðræðum um umhverfis- og náttúruvernd, bæði á vegum
Sameinuðu þjóðanna og Alkirkjuráðsins.
Að lokum, það sem mér virðist blasa við eftir skoðun á hinu trúarlega
efni er einkum tvennt: Annars vegar áberandi samstaða innan hins kristna
trúarsamfélags um að orsaka loftslagsbreytinga sé að leita í syndugu fram-
ferði mannsins þar sem græðgi og ofneysla hefur vaðið uppi. Maðurinn
hefur villst af réttri braut, hann hefur sett sig yfir sköpunarverkið og gerst
græðgisfullur drottnari í stað vökuls ármanns. Hins vegar hin kristnu
meðul til að fá almenning til að snúa af rangri braut. Dygðasiðfræði forn-
aldar, með áherslum á hófstillingu, þakklæti og lítillæti, virðist vera meg-
inverkfærið ásamt brýningu í þá átt að fólk iðrist, taki sinnaskiptum og
temji sér nýja lífshætti. Allt eru þetta klassísk stef sem eiga uppruna sinn í
völdum ritningarstöðum Biblíunnar og vel þekkt sem valdaverkfæri kirkj-
unnar. En hvað sem líður alvarleika loftslagsbreytinga, munu þau virka á
tuttugustu og fyrstu öldinni? Erum við tilbúin til að láta af fyrri lífsháttum
og lifa einfaldara lífi? Það eru spurningar sem framtíðin ein getur svarað.
ú T D R Á T T U R
Trú og loftslagsbreytingar
Kristin trú hefur haft afgerandi hugmyndafræðileg áhrif á vestrænan skilning á
manni, heimi og náttúru. Um það vitna nýlegar yfirlýsingar kristinna trúarsam-
taka sem settar voru fram í aðdraganda COP21 í París 2015. Orðræða yfirlýsing-
anna, sem kallast á við eldri trúarlega orðræðu um náttúruvernd og umhverfismál,
snýst í meginatriðum um endurskoðun hefðbundinnar náttúrusýnar og mannskiln-
ings. Maðurinn, skapaður í mynd Guðs, er ekki kóróna sköpunarverksins í þeirri
merkingu að hann hafi einn eigið gildi innan sköpunarverks Guðs. Náttúran er
hluti sköpunarverks Guðs, hún er jafningi og meðbróðir mannsins sem þarf að
umgangast með varúð og virðingu jafnframt því að huga að komandi kynslóðum.
Mannmiðlægni hefðbundinnar kristinnar siðfræði þarf því að umbreytast í líf- og
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR