Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 102
101
Guðni Elísson
Ljóðið á tímum loftslagsbreytinga
Átta opinberanir
Íslenska orðið opinberun varpar ljósi á hulda merkingu enska orðsins
apocalypse. Orðið fangar ekki aðeins hugmyndina um ragnarök, um loka-
baráttu góðs og ills, um heimsslit eða stórkostlegar hamfarir, heldur einn-
ig, eins og gríska orðið apokalupsis (gr. άποκάλυψις) birtir, að eitthvað sem
áður var hulið sé nú opinberað, liggi nú ljóst fyrir.1
Í ljóðunum sem hér fylgja á eftir skyggnast átta íslensk ljóðskáld undir
blæjuna sem samtíminn hefur breytt yfir veruleikann og hvert um sig
dregur undan henni sína opinberun, sinn skilning á eðli hlutanna eins og
þeir blasa við á öld loftslagsbreytinga. Þótt aðferðirnar sem skáldin nota
séu aðrar en þær sem beitt er í vísindasamfélaginu eru ýmsar niðurstöður
áþekkar, aðgerða er þörf og það sem fyrst þarf að breyta er hugsunarháttur
okkar allra.
Það er mjög ánægjulegt hversu fjölbreytt ljóðin eru og á hversu mörg-
um þáttum loftslagsvandans skáldin taka. Ljóðasöfn hafa áður birst um
þetta efni á erlendum tungum2 en spurningarnar sem íslensku skáldin fást
1 Ágætis inngangsrit um opinberunarbækur í vestrænni hugmyndasögu er The
Encyclopedia of Apocalypticism í þremur bindum í ritstjórn Stephens J. Stein, Volume
1. The Origins of Apocalypticism in Judaism and Christianity, New York: Continuum
1999; Volume 2. Apocalypticism in Western History and Culture, New York: Cont-
inuum 2000; Volume 3. Apocalypticism in the Modern Period and the Contemporary
Age, New York: Continuum 2000. Af verkum sem flétta saman loftslagsbreytingar
og opinberunarumræðu má nefna nýlegt greinasafn Future Ethics. Climate Change
and Apocalyptic Imagination, ritstj. Stefan Skrimshire, New York og London: Cont-
inuum 2010.
2 Sjá t.d. ljóðasafnið Feeling the Pressure. Poetry and Science of Climate Change, ritstj.
Paul Munden, Berne: British Council 2008. Einnig má nefna loftslagsljóðaflokkinn
sem enska skáldið Carol Ann Duffy safnaði saman á vormánuðum 2015, en þá birtu
tuttugu þekkt skáld ljóð um loftslagsbreytingar í breska blaðinu The Guardian, en
Ritið 1/2016, bls. 101–107