Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 104
103
þannig að hann verður næstum nothæfur á náttúruleg fyrirbrigði sem taka
hægari breytingum en svo að við fáum numið það með beinum hætti.
Steinunn Sigurðardóttir fer ólíkt að í ljóði sínu „THE GIRL“. Þótt við
segjum stundum að listin sé eilíf verður hún að lokum forgengileikanum
að bráð. Það gildir jafnvel um bossa nova dömuna frá Ipanema, sem hinn
brasilíski Antônio Carlos Jobim samdi lagið sitt um og er hálfrar aldar
gömul, þótt hún virðist lítið farin að þreytast. Steinunn tekur síðan mæli-
kvarða lífseigrar listar og skellir honum á náttúruleg fyrirbæri eins og jökla
til þess að sýna að jafnvel þeir munu ekki endast lengur en langlífar dæg-
urflugur þótt þeir blakti enn. „Allt er forgengilegt“ segir Steinunn, jafnvel
jöklarnir „stolt jarðarinnar, halda ekki í við tímans iðandi bossa nova frekar
en The Girl …“. Mælikvarðinn þrengist enn frekar í ljóði Kára Tuliniusar
sem setur breytingarnar á jöklum jarðar í mannlegt samhengi og færir sig
úr tugþúsund ára ramma Sjóns og kannski árhundruða ramma Steinunnar
niður í tugi ára, því að í ljóði Kára sér þjóðflokkurinn sem byggir Ísland „s
ólhe imaj ökul / hrör naei nsog fólk“.
Bandaríski höfundurinn M Jackson glímir við þessa þversögn tíma-
misgengis í bók sinni While Glaciers Slept. Being Human in a Time of
Climate Change, en Jackson hefur búið á Íslandi undanfarið ár við rætur
Vatnajökuls.3 Rétt eins og Kári tengir hún hrörnun mannslíkamans niður-
broti vistkerfisins, en hvötin í verki Jackson sprettur úr sárri reynslu. Hún
teflir saman dauða foreldra sinna, sem létust með stuttu millibili, bráðnun
jöklanna og almennri vistkerfiskreppu. Jackson spyr einfaldrar spurningar.
Ef það rústar heimsmynd okkar sem einstaklinga að sjá foreldra okkar tapa
heilsunni, hvernig tilfinning verður það þá að sjá veröldina alla halda sömu
leið? Í greiningu sinni blandar Jackson saman hröðum og hægum tíma og
dregur upp sterkar svipmyndir af því hvernig breytingar á náttúrunni sem
í fljótu bragði kunna að virðast hægar eru í raun ofurhraðar. Breytingarnar
setur hún í samhengi sem við skiljum, þráð sem er bundinn líkömum okkar
og lífshlaupi. Þetta eru einfaldlega klakabrennurnar miklu sem Sigurbjörg
Þrastardóttir yrkir um í ljóðinu „Klakabrennur eða Maður fyrir borð“.
Ljóð Sigurbjargar er eins og ljóð Antons Helga Jónssonar
„Andvökusenna“ eins konar þula sem hægt er að fara með í hálfum hljóð-
um þegar maður getur „ekki hætt að engjast“. Kannski er þulan, ekki
síður en ljóð Antons Helga, sett saman úr kveinstöfum. „Klakabrennur“
3 M Jackson, While Glaciers Slept. Being Human in a Time of Climate Change, Brattle-
boro, Vermont: Green Writers Press 2015.
LJÓÐIÐ Á TÍMUM LOFTSLAGSBREYTINGA