Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Qupperneq 124
123
Guðni Elísson
Kæfð rödd sögunnar
Ljóð og fellibyljir í verkum Natösju Trethewey
og Teresa Cader
Bandarísku skáldkonurnar Natasha Trethewey og Teresa Cader glíma
báðar við flókin og margþætt áhrif náttúrunnar á samfélög manna í bók-
unum Beyond Katrina: A Meditation on the Mississippi Gulf Coast (2010) og
History of Hurricanes (2009).1
Natasha Trethewey hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur auk bókarinn-
ar um fellibylinn Katrínu, Domestic Work (2000), Bellocq’s Ophelia (2002),
Native Guard (2006) og Thrall (2012). Fyrir Native Guard hlaut hún
Pulitzer-verðlaunin í ljóðlist og á árunum 2012 til 2013 var hún lárvið-
arskáld Bandaríkjanna. Trethewey hefur hlotið fjölda annarra viðurkenn-
inga, en hún stýrir ritlistardeild Emory-háskóla í Atlanta, Georgíu. Ljóðin
sem hér eru þýdd eru öll úr minningaritinu Beyond Katrina.2
Bandaríska ljóðskáldið Teresa Cader hefur gefið út þrjár ljóðabæk-
ur, The Guests (1991), Paper Wasp (1999) og áðurnefnda The History of
Hurricanes, en þýðingin sem hér fylgir er samnefnt upphafsljóð henn-
ar.3 Cader hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ljóðlist sína og má þar
nefna Norma Farber verðlaunin fyrir fyrstu bók og The Journal verðlaunin
í ljóðlist, auk styrkja frá the National Endowment for the Arts. Cader er
kennari í ritlist with Lesley-háskóla í Cambridge Massachusetts, en hún
hefur jafnframt kennt við Emerson-háskóla og MIT. Ljóð eftir hana hafa
birst í viðurkenndum tímaritum á borð við Slate, The Atlantic Monthly,
Poetry og Harvard Review.
1 Teresa Cader, History of Hurricanes, Evanston, Il: Triquarterly Books 2009; og
Natasha Trethewey, Beyond Katrina: A Meditation on the Mississippi Gulf Coast,
Athens og London: The University of Georgia Press 2010.
2 Natasha Trethewey, „Theories of Time and Space“, „Providence“, „Liturgy“ og
„Watcher“, Beyond Katrina, bls. 5, 29, 65–66 og 75. Fyrstu tvö ljóðin birtust áður
í ljóðabókinni Native Guard (2006).
3 Teresa Cader, „History of Hurricanes“, History of Hurricanes, bls. 3–5.
Ritið 1/2016, bls. 123–125