Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 136
135
Ritið 1/2016, bls. 135–165
Gunnar Theodór Eggertsson
Raunsæisdýr
og náttúruvísindaskáldskapur
Dýrasagan í eftirmálum darwinismans1
Árið 1896 gaf kanadíski rithöfundurinn Charles G.D. Roberts (1860–
1943) út Kindred of the Wild, eitt af mörgum vinsælum dýrasögusöfnum
sínum og ritaði auk þess greinargóðan inngang undir heitinu „The Animal
Story“ eða „Dýrasagan“. Inngangurinn er einn merkilegasti texti sem til er
um annars nokkuð vanmetna bókmenntahefð, en þar skilgreinir Roberts
dýrasöguna „á hátindi formsins“ sem „sálfræðilega ævintýrasögu reista
á grunni náttúruvísindanna“.2 Í slíkum sögum er vægri manngervingu
blandað saman við vott af fantasíu, en engu að síður er dýrafræðileg nálg-
un ávallt höfð til hliðsjónar og aldrei ráfað of langt frá náttúruvísindunum.
Þessar sögur hef ég kallað „raunsæislegar“ dýrasögur eða „náttúruvísinda-
skáldskap“ og þær eiga það flestar sameiginlegt að dýrin tala ekki manna-
mál, heldur haga sér eftir vísindalegri vitneskju höfunda um líf þeirra og
hegðun á hverjum tíma fyrir sig. Vísindaleg þekking er þannig notuð sem
ákveðið akkeri til að grunna sögurnar, en þar sem sú þekking er breyti-
1 Grein þessi er samansett úr þýddum kaflabrotum úr óvarinni doktorsritgerð minni,
Literal Animals: An Exploration af Animal Worlds through Language, Culture and
Narrative. Kaflarnir sem um ræðir, „What Is An Animal Story?“ og „Taking Animal
Stories Seriously“, taka fyrir raunsæislegu dýrasöguna sem bókmenntafyrirbæri,
setja hana í samhengi við nokkra helstu höfunda geirans og velta vöngum yfir því
hvers vegna dýrasagan hafi ekki verið tekin alvarlega innan fræðanna. Kaflinn
tengist heildarefni ritgerðarinnar sem snýst um að færa rök fyrir róttækum lestri á
dýrasögum og dýrum í bókmenntum almennt með því að lesa þær í heimspekilegu
samhengi mannmiðjukenninga og dýrasiðfræði. Í ljósi þess að um brot úr mun
stærra verki er að ræða er skiljanlega eitthvað um atriði og hugmyndir sem annað
hvort byggja á umræðu úr fyrri köflum eða er farið nánar út í síðar. Ég hef reynt
að gera slíkum atriðum stutt skil í neðanmálsgreinum. Um leið þakka ég ritrýnum
góðar athugasemdir.
2 Charles G.D. Roberts, The Kindred of the Wild: A Book of Animal Life, myndskreytt
af Charles Livingston Bull. Boston: L.C. Page & Company, 1953, bls. 24.