Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 147
146
ann getað trúað. Jafnvel hugsunarlausu kúrekarnir tóku eftir því,
og sögðust „aldrei hafa heyrt úlf haga sér svona áður“. Hann virt-
ist skilja nákvæmlega hvað hafði gerst, því blóð hennar saurgaði
aftökustaðinn.28
Þetta brot sýnir glöggt skilning Setons á hófstilltri manngervingu, en saga
hans er ævintýri um dýrslegan harmleik sem byggir þó á sannleika og stað-
reyndum. Seton leggur áherslu á „sorgartóninn“ og er ekki feiminn við að
nota slíkt orðalag. Hann gengur töluvert lengra með því að ímynda sér að
Lóbó sé að kalla nafn makans, en gætir þess þó að hafa orð á eigin túlkun
og segja „virtist hann kalla“. Notkun orðsins „virtist“ er mikilvæg, því það
skapar ákveðna fjarlægð á milli skilnings Setons sjálfs og raunverulegr-
ar hegðunar úlfsins. Þannig virtist Lóbó finna veginn og virtist skilja að
Blanca hefði verið drepin. Ef maður berstrípar textabrotið af allri mann-
gervingu, svo að úr verður hreinn atferlisfræðilegur texti, er Seton í raun
ekki að segja meira en þetta: ýlfur Lóbós var sérstakt, hann fann staðinn
þar sem maki hans var drepinn, þar var blóð úr makanum, og úlfurinn
gaf frá sér væl sem hvorki Seton né kúrekarnir könnuðust við. Þetta eru
staðreyndir málsins, sem gætu rétt eins verið atferlisfræðilegar lýsingar úr
náttúruvísindalegum texta. Ofan á þessa hráu lýsingu bætist síðan skáldlegt
mál Setons og túlkun hans á atburðinum og hegðuninni – tungumál túlk-
andi manngervingar, málað yfir takmarkaðan raunsæisgrunn. Þar verður
ýlfur Lóbós ýmist ögrandi eða sorglegt – tvö lýsingarorð sem gætu verið
hrein manngerving, en tjá í raun ákveðið þróunarfræðilegt millistig tilfinn-
inga sem er ekki aðgengilegt okkur nema með hjálp tungumálsins. Þannig
brestur líka hjartað í Lóbó, vælið verður tregablandið og úlfurinn virðist
skilja að makinn hafi verið særður eða drepinn. Öll þessi atriði gætu verið
sönn og samtímis manngerving. Samkvæmt hefðum vísindalegrar orðræðu
væri slík lýsing eflaust dæmd of skáldleg, en innan samhengisins sem Seton
skrifar er ákveðinn vottur af skáldskap bæði leyfilegur og ákjósanlegur.
Lítið mál væri að endurskrifa sögu Setons svo hún samræmdist vísinda-
legri orðræðu. Með því að berstrípa söguna um Lóbó af öllu skrautmáli
yrði hún ekki ósvipuð þeim þurru lýsingum sem finna má í hefðbundnum
dýrafræðitextum, þar sem afar sérhæft orðalag er leyfilegt og hver ögn af
mögulegri manngervingu setur í gang viðvörunarbjöllur. Með því að taka
út allt tilkall til sannleika og raunsæis væri að sama skapi auðvelt að breyta
28 Ernest Thompson Seton, Wild Animals I Have Known, bls. 36–37.
GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON