Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 148
147
sögunni í hreint ævintýri. En það er einmitt þessi tvítóna stíll Setons sem
gerir það að verkum að sagan er hvorki hrein vísindi né hreinn skáldskapur
og verður því hluti af hinum einstaka geira sem kalla má náttúruvísinda-
skáldskap. Í heimildamyndinni The Wolf That Changed America (2007), þar
sem David Attenborough er sögumaður, er rætt við úlfafræðinginn Doug
Smith, sem kemur með reglulegu millibili með athugasemdir varðandi
helstu þætti sögunnar hans Setons og ber hana saman við vísindalega vitn-
eskju okkar samtíma um líf og hegðun úlfa. Samkvæmt Smith eiga öll
lykilatriði sögunnar sér stoð í raunveruleikanum, því þau koma heim og
saman við athuganir Smiths á úlfum og reynslu hans af því að rannsaka þá
árum saman. Jafnvel brotið um syrgjandi úlfinn sé í takt við það sem hann
hafi séð hjá úlfum sem missa maka sína – en þar sem Smith er prúður vís-
indamaður þá leyfir hann sér ekki að nota orðið „syrgja“ án þess að bæta
snögglega við „afsakið orðbragðið“.29 Þessi samanburður skáldskapar og
vísinda gefur til kynna að jafnvel án túlkandi manngervingar geti stað-
reyndir málsins varðandi fall Lóbós verið dramatískar í sjálfu sér, jafnvel
tragískar, í huga sérhvers mennsks hlustanda sem býr yfir grundvallarskiln-
ingi á samanburðarlíffræði og síð-darwinískri dýrafræði. Þær þarf vart að
fegra. Tilfinningalegt hrun Lóbós eftir dauða makans og uppgjöf hans eru
þættir sem er nánast ómögulegt að yfirfæra ekki á „mennska“ upplifun.
Erfitt er að ímynda sér annað en að jafnvel harðsvíruðustu atferlisfræðing-
ar finni til samkenndar með hinum örvæntingarfulla Lóbó sem hættir ekki
leitinni að Blöncu fyrr en allir fjórir fætur hans eru fastir í gildrum. Eina
ljósmyndin sem til er af Lóbó sýnir gamla úlfinn með gildru á hverjum
fæti, endanlega bugaðan og brotinn. Einhvern veginn hefur úlfinum liðið
þennan dag, svo mikið er víst – hann hefur ekki aðeins fylgt kalli eðlisávís-
unarinnar hugsunarlaust. Honum leið kannski ekki nákvæmlega á þann
hátt sem lesendur Setons ímynda sér, en hverjar sem tilfinningar hans hafa
verið, þá fann hann til einhvers. Þetta „eitthvað“ mun ávallt standa utan við
reynsluheim mannfólksins, en getur þó verið til innan líkingafantasíunnar,
ekki bara í hugum dýrasagnahöfundanna heldur einnig hjá hverjum þeim
sem er reiðubúinn að varpa sér inn í huga Lóbós og ímynda sér hverjar
síðustu hugsanir hans kunna að hafa verið. Hver sá sem sýnir úlfinum sam-
kennd – og skilur að sem þróunarfræðilega skylt spendýr með flókið innra
líf er hann annað og meira en bara maskína – horfist í augu við að Lóbó
29 The Wolf That Changed America, leikstjóri Steve Gooder, hluti af PBS sjónvarps-
seríunni Nature, 27. þáttaröð, 4. þáttur, 2008.
RAUNSÆISDÝR OG NÁTTúRUVÍSINDASKÁLDSKAPUR