Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 149

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 149
148 á skilið að við sýnum honum tilfinningaleg viðbrögð. Kjarni sögunnar er dapurlegur, með eða án manngervingar. Deila má um hvort sagan sé tragedía, eins og Seton heldur fram, en að lesa og skilja hana sem tragedíu er öflugt tól til að láta lesendur lifa sig inn í líf Lóbós á djúpan og persónu- legan hátt, með því að gera reynsluheim okkar að túlkunarviðmiði fyrir reynsluheim úlfsins. Helsta framlag Setons er auðvitað að velja þessa tilteknu sögu og færa hana í skáldlegt form, með því að gera dýrið að aðalpersónu og þunga- miðju í verkinu, og það má ekki vanmeta. Þetta litla verk – að leyfa dýri að vera í aðalhlutverki í sinni eigin sögu – er í raun þrælróttækt innan almennrar bókmenntahefðar. Sú var raunin í tíð Setons og að miklu leyti á það enn við, eins og komið verður að hér á eftir. En framlag Setons felst líka í því hversu vel honum tókst að draga fram dramatískan strúktúr úr atvikssögunni um Lóbó og nýta í stílfærða sögu sem nær að vekja áhuga lesenda. Þar eð Setons bætir við eigin upplifun, skilningi sínum og skoðun á úlfum og segir frá því hvernig líf Lóbós og Blöncu mörkuðu straumhvörf í hans eigin lífi, gerir hann söguna í ofanálag bæði einlæga og persónulega – og áhrifin af því smitast auðveldlega yfir á lesendur. Langvarandi vinsæld- ir bókarinnar eru til marks um persónulegt samband sem höfundinum tekst að skapa á milli lesenda og dýranna. Samkvæmt The Wolf That Changed America átti sagan líklega stóran þátt í að breyta skynjun almennings á lífi úlfa og þoka henni burt frá gömlum og fordómafullum staðalímyndum um djöfla fortíðar og nær nútímalegri ímynd af úlfum sem flóknum, tilfinn- ingaríkum hópdýrum. David Attenborough játar það beinlínis í upphafi myndar að bók Setons sé ein hlýlegasta lestrarminning æsku sinnar og segir hana hafa haft djúp og hvetjandi áhrif á áhuga hans á öðrum dýrum.30 Dýrasögur Setons og Roberts eru tilraunir til að segja frá dýrum á víð- ari og hljómmeiri hátt en fyrr hafði verið gert og dýpka í leiðinni samband manna og dýra. Þær eru bersýnilega skrifaðar undir darwinískum áhrifum og á tímum blússandi borgarmyndunar þegar dýr og menn færast fjær hvert öðru. Roberts er sérstaklega gagnrýninn á hlutverk kristinnar trúar í sambandi mannfólks við dýrin. Hann færir rök fyrir því í „The Animal Story“ að trúarbrögðin hafi ekki eflt nánari skilning á milli tegunda, heldur ýtt þeim æ lengra hverri frá annarri. Kristileg tvíhyggja greindi ekki bara á 30 Attenborough rifjar upp: „Þegar ég var tíu ára drengur var mér gefið eintak af Wild Animals I Have known eftir Ernest Thompson Seton sem hafði gríðarleg áhrif á mig. Bókin sýnir hugrekki, óttaleysi og tryggð úlfa á áhrifaríkan hátt og ég hef aldrei gleymt henni“. The Wolf That Changed America. GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.