Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 151
150
það er innan þess samhengis sem dýrasagnahöfundarnir komu fram með
sín skrif. Í „raunsæislegu“ dýrasögunum var nýfundinn skyldleiki manna
og dýra hafður að leiðarljósi samhliða djúpum söknuði andspænis brott-
hvarfi þeirra og þær ber að lesa með þá sérstöku blöndu í huga.
Roberts lýsir hinni hefðbundnu dýrasögu sem svo að hún hafi mest-
megnis snúist um allegóríur og symbólisma og sú staðhæfing endurspegl-
ast í uppflettiritum um bókmenntir á borð við A Glossary of Literary Terms
eftir M.H. Abrams, sem minnist ekki einu sinni á dýrasöguna sem sérstaka
bókmenntagrein. Orðið „animal“ birtist á stökum stað í ritinu og þá aðal-
lega á yfirborðslegan hátt eða til að lýsa öðrum fyrirbærum.36 Það sem
kemst næst dýrasögunni í verki Abrams er „beast fable“, eða „skepnudæmi-
saga“, skrásett undir regnhlífarheitinu „allegóría“ almennt. Hún er skil-
greind sem algengasta tegund fafla, sem „stutt frásögn […] sem skýrir með
dæmi sértæka siðferðishugmynd eða lífsreglur um hegðun mannfólks“
og segir frá dýrum sem „mæla og láta eins og mennsku manngerðirnar
sem þau standa fyrir“.37 Eins og Roberts bendir réttilega á eiga persónur
skepnufaflanna meira skylt við mennska íhugun en sitt eigið dýrslega eðli.
Þau eru hugsuð á forsendum líkinga, sem tákn í kerfi, stafir í stafrófi, sem
tengjast raunverulegum eða náttúrulegum dýrum lítið sem ekkert. Svipaða
sögu er að segja um uppflettirit J.A. Cuddon í A Dictionary of Literary
Terms and Literary Theory (1991), þar sem dýrasögurnar sem slíkar eru ekki
skilgreindar, en hins vegar er minnst á dýr í tengslum við föflur, allegór-
íur, skepnuepík (e. beast epic) og dýrasöfn (e. bestiary). Allt eru þetta flokkar
sem snúast um allegórísk eða metafórísk dýr, án þess að nokkurn tíma sé
vikið að raunsæislegum, ótáknrænum eða bókstaflegum dýraskáldskap.38
Svipað er uppi á teningnum í Encylopedia Britannica, sem nefnir aðeins
dýraföflur, og frönsku bókmenntauppflettiritunum Dictionnaire des Genres
et notions littéraires (1997) og Dictionnaire des Littératures francaise et étr
angeres (1992),39 en hins vegar er dálítið meiri fjölbreytni hjá Ingrid og
36 M.H. Abrams, A Glossary of Literary Terms, 7. útgáfa, Boston: Heinle & Heinle,
1999. Minnst er á orðið „animal“ alls tólf sinnum, sem hluti af eftirfarandi skil-
greiningum: beast fable (2), dream vision (1), Euphuism (1), folklore (1), the Great
Chain of Being (1), Humanism (2), Imagism (1), Queer Theory (1) og Naturalism
(2).
37 M.H. Abrams, A Glossary of Literary Terms, bls. 6.
38 J.A. Cuddon, A Dictionary of Literary Terms and Literary Theory, 3. útgáfa, Oxford,
Blackwell Reference, 1991, bls. 84 og 85.
39 Fyrra ritið ræðir aðeins „symbolisme animalier“ í föflum, hið síðara gefur umræðu
um dýramótíf meira pláss, en heldur sig við metafórískan og symbólskan lestur.
GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON