Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 154
153
að færa rök fyrir því að grimmdarlega meðferðina á aðalpersónunni þurfi
ekki endilega að lesa allegórískt, þannig að hún fjalli um mennska þján-
ingu: sagan sé fyrst og fremst dýrasaga, sem taki fyrir hið dýrslega ástand
og samband þess við hið mannlega.46 Harel vísar enn fremur til skrifa á
milli Kafka og ritstjórans sem gaf söguna upprunalega út, þar sem höf-
undurinn biður sérstaklega um að sagan sé ekki merkt sem dæmisaga,
heldur sem „dýrasaga“.47 Þrátt fyrir það hefur „A Report to an Academy“
almennt verið túlkuð sem allegóría um mennsk málefni, en ekki apa, á
borð við stöðu gyðinga í Evrópu, áhrif evrópskrar nýlendustefnu á Afríku,
gagnrýnislaust fylgi við ríkjandi siði og venjur, tap sakleysis, menntun sem
tegund heilaþvottar og listar sem óæðri eftirlíkingar.48 Hugmyndin um
ómennsk sjónarmið eða tengsl mannfólks við dýr virðist einfaldlega ekki
vera fyrir hendi:
Það er væntanlega afleiðing mannmiðjuhugsunar fræðimanna að
spurningu af þessu tagi hefur svo sjaldan verið varpað fram. Svo
virðist sem ómennsk dýr séu ekki álitin nægilega mikilvæg eða
áhugaverð til að vera aðalumfjöllunarefni bókmennta og þar af leið-
andi er þeim sjálfkrafa eytt eða umbreytt í mennsk fyrirbæri. […] Ég
sting aftur á móti upp á að dýrasögur Kafka séu lesnar sem lýsingar
á ómennskum dýrum og sem lýsingar á sambandi þeirra við mann-
fólkið.49
Vissulega eru dýrin hans Kafka gjarnan manngerð, þar sem þau tala og/
eða hugsa á mennsku máli og eru því ólík dýrunum í „raunsæju“ dýra-
sögunni eins og hún birtist í skrifum Roberts. Vegna svo óraunsæislegrar
framsetningar á dýrum verður það skiljanlega lokkandi fyrir lesendur og
fræðimenn að færa söguna í átt að allegóríu og symbólisma, en eins og
Harel bendir á valda óraunsæislegir þættir því ekki endilega að bókstaflega
hliðin missi merkingu sína eða standi utan við verkið – svo fremi sem sam-
hengið býður upp á rök fyrir bókstaflegum lestri. Í tilviki „A Report to an
Academy“ setur Harel apasöguna hans Kafka í sögulegt samhengi sem ýtir
á sannfærandi hátt undir bókstaflegan lestur á sögunni þannig að hún verði
gagnrýni á misþyrmingu á öpum og öðrum villtum dýrum sem voru flutt
46 Naama Harel, „De-allegorizing Kafka’s Ape: Two Animalistic Contexts“, bls. 55.
47 Naama Harel, „De-allegorizing Kafka’s Ape: Two Animalistic Contexts“, bls. 54.
48 Naama Harel, „De-allegorizing Kafka’s Ape: Two Animalistic Contexts“, bls. 54.
49 Naama Harel, „De-allegorizing Kafka’s Ape: Two Animalistic Contexts“, bls. 54.
RAUNSÆISDÝR OG NÁTTúRUVÍSINDASKÁLDSKAPUR