Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 157
156
endar þegar árin færast yfir vanræktur og illa haldinn. Þetta er sorgarsaga,
sögð frá sjónarhóli hestsins, með sérstakri áherslu á hvernig hesturinn
reynir að skilja breytta hegðun og gjörðir meistara síns. Sögulokin eru
einkar áhrifamikil, þegar Skjóni hefur verið skilinn eftir úti í kuldanum
árum saman og skynjar loks eitthvað á við hamingju og tilgang í lífinu
þegar meistarinn snýr aftur til hans, knúsar gamla greyið og sýnir honum
loks hlýju – áður en hann sendir kúlu í gegnum höfuð hans:
Hreppstjórinn hafði ekki sýnt Skjóna nein velvildaratlot í mörg ár
og Skjóni varð eins og utan við sig af ánægju af þessu öllu. […] Svo
lagði hann flipann sinn ofur hægt í hönd hans, ánægður og öruggur.
Og hreppstjórinn strauk honum mjúklega og hlýlega eins og í gamla
daga og Skjóni stóð grafkyrr. En svo reið kúlan af og Skjóni féll.54
Þar með lýkur sögunni af Skjóna – grípandi, vel skrifuð og kröftug í fram-
setningu sinni á lífi hestsins. Sagan var nógu vinsæl og áhrifamikil til að ýta
undir bylgju af svipuðum sögum, sem nýttu hófstillta manngervingu og
settu sjónarmið dýranna og reynsluheim þeirra í brennidepil.
Saga Gests er einkar áhugaverð út af fyrir sig, því hann viðheldur ávallt
ákveðinni fjarlægð milli lýsinganna í textanum og innri tilvistar hestsins.
Venjulega er það gert með einföldu líkingamáli sem hefst á „eins og“,
„virtist“ eða „líkt og“, svo sem í setningunni „hann einblíndi ljósgráu aug-
unum sínum á Jón, eins og til þess að ganga úr skugga um, að þetta væri
gamli húsbóndinn, sem hann hafði marga bratta borið“.55 Gestur eignar
hestinum aldrei beinlínis slíkar hugsanir eða tilfinningar, en túlkar hegðun
hans sem svo að hún gefi til kynna eitthvað í ætt við mennskar upplif-
anir. Þessi varkári ritstíll stendur mitt á milli atferlisfræði og skáldskapar.
Hófstillt manngervingin er í takt við stíl annarra dýrasagnahöfunda á borð
við Roberts og Seton, sem tileinkuðu sér svipaða varfærni þegar þeir lýstu
eða eignuðu dýrum sínum hugsanir, tilfinningar og aðra huglæga þætti.
Sem manngerving er „Skjóni“ ákveðinn grunnur sem allar alvarlegar dýra-
sögur innan íslenskrar bókmenntahefðar áttu eftir að byggja á og þær voru
ófáar sem litu dagsins ljós næstu þrjá áratugi, miðað við sérhæft efni hjá
smárri þjóð. Björn Teitsson telur 43 útgefnar sögur eftir fimm virkustu
54 Gestur Pálsson, „Skjóni“, Suðri, 12/1884, bls. 48–50, bls. 50.
55 Gestur Pálsson, „Skjóni“, bls. 50 [skáletrun mín].
GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON