Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 160
159
Þessi tregða til að skynja dýr sem verðugt umfjöllunarefni innan
bókmennta og lista er rótgróin innan fræðaheimsins eins og kom fram í
umfjöllun um apann Rauðapétur í sögu Kafka hér að framan. Þar minnist
Harel á hugtak sem hún tekur að láni frá bókmennta- og kynjafræð ingnum
Carol Adams um „merkingarmið sem er fjarri“, eða „absent referent“,
hugtak sem kemur upprunalega úr málfræði en varð hluti af orðræðu dýra-
fræða út frá bók Adams, The Sexual Politics of Meat (1990). „Dýrum er hald-
ið fjarri með tungumáli sem endurnefnir dauða líkama áður en neytendur
taka þátt í að éta þá“ skrifar Adams og færir rök fyrir því að lifandi dýr
umbreytist í „fjarverandi merkingarmið innan hugtaksins kjöt“ sem geri
okkur síðan kleift að „gleyma dýrinu sem sjálfstæðri veru; það leyfir okkur
líka að streitast gegn því að gera dýrin aftur nálæg“.64 Harel styðst við
hugtakið til að útskýra stöðu dýra í verkum Kafka og í bókmenntafræði-
legum skrifum almennt, en vissulega ætti það alveg eins við um Skjóna og
Stjörnu í íslensku dýrasögunum. Rétt eins og dýrin sem týna lífi í kjötiðn-
aðinum hafa dýr í bókmenntum breyst í sína eigin gerð af fjarlægu merk-
ingarmiði, „örlög þeirra breytast í líkingu um örlög einhvers annars“.65
Lífi skáldlegra dýra er breytt í líkingar um örlög mannfólks og þannig
er öll tilfinning fyrir lífi dýrsins sem sjálfstæðrar veru í textanum afmáð.
Huglægur veruleiki dýranna verður að tómarúmi sem vísar ávallt í áttina
að einhverju öðru en þeim sjálfum. Hagsmunir þeirra og reynsluheimur
hverfur, því hinu dýrslega sjónarmiði er skipt út fyrir mennsk sjónarmið
af greinendum sem geta aðeins skilið dýr sem spegil fyrir mannkynið.
En dýrsleg aðalpersóna sem er lýst af raunsæi og skrifuð inn í trúverðugt
samhengi ætti að yfirgnæfa hið táknræna gildi sem finna mætti, með skrið-
þunga skáldlegra lýsinga og sannfærandi sögusviði. Vissulega má finna
táknrænt gildi í öllum dýrslegum persónum, með réttum rökum og skýrri
greiningu, rétt eins og hægt er að lesa allar mannlegar persónur táknrænt,
en það felur ekki í sér að við þurfum alltaf sjálfkrafa að lesa dýr sem eitthvað
annað en dýr. Ef sagan og/eða persónuleiki dýrsins eiga sér rætur í raunsæi
ætti dýrið að njóta þess að vera dýr innan textans; það ætti að hljóta virð-
ingu og vigt, rétt eins og vel skrifaðar mennskar persónur eru skoðaðar út
frá sjálfum sér jafnframt því sem þær eru greindar táknrænt, þar sem það á
við. Eins og fræðin standa núna eru dýr iðulega lesin nánast ósjálfrátt sem
64 Carol J. Adams, The Sexual Politics of Meat: A Feminist-Vegetarian Critical Theory,
New York: Continuum, 2010, bls. 66.
65 Naama Harel, „De-allegorizing Kafka’s Ape: Two Animalistic Contexts“, bls. 54,
sem vísar til Carol J. Adams, The Sexual Politics of Meat, bls. 67.
RAUNSÆISDÝR OG NÁTTúRUVÍSINDASKÁLDSKAPUR