Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Qupperneq 162
161
mesta spennan í veiðinni fælist „ekki í að drepa, heldur í að leyfa að lifa“.68
Bækurnar hans, játar Curwood, eru því „á sinn ómerkilega hátt […] skaða-
bætur sem ég rembist nú við að greiða og það hefur verið einlæg löngun
mín að gera þær ekki aðeins áhugaverðar sem ævintýri, heldur áreiðanleg-
ar út frá staðreyndum“.69 Curwood lítur þannig á verk sín á svipaðan hátt
og Roberts og Seton, sem blöndu af rómantík og natúralisma. Í heim-
spekilegri endurminningabók, God’s Country: The Trail to Happiness (1921),
lýsir Curwood ferðalagi sínu frá því að vera sjálfskipaður „eyðandi lífs“ til
þess að berjast fyrir hönd dýranna og játar að meginmarkmiðið með dýra-
söguskrifum sínum sé að ýta undir svipað ferðalag hjá lesendum sínum,
með því að taka þá með inn í þennan nýja heim í leit að væntumþykju og
virðingu fyrir umhverfinu.70 Hann segir húsið sitt vera skreytt með tutt-
ugu og sjö byssum (sem allar hafa verið nýttar til dráps) og afhausuðum
fórnarlömbum, allt saman áminningar um blóðuga fortíð höfundarins.
En upphengdir hausarnir eru „ekki lengur heiðraðir með tign veiðiminja-
gripa, heldur frekar með ættgöfgi píslarvotta“, skrifar hann og bætir við:
„Ég elska þá. Ég tek þá tali. Ég er ekki lengur óvinur þeirra“.71
Í tímaritinu Midwestern Miscellany skrifar John Hepler að James Oliver
Curwood sé „gleymdur sonur Michigan“ og útskýrir að þrátt fyrir gríð-
arlegar vinsældir hans á þriðja áratugnum megi varla finna bækur hans á
söfnum nú á dögum (ritað 1979), meira að segja í heimaríkinu Michigan,
þar sem nafn hans framkallar iðulega spurninguna „James Oliver Hvað?“72
Samkvæmt Hepler voru skáldsögur Curwoods metsölubækur í Frakklandi,
Englandi, Kanada og Bandaríkjunum. Hann var róttækur náttúruvernd-
arsinni og framlög hans til umhverfishyggju vestanhafs höfðu djúp áhrif á
mótun umhverfisstefnunnar, lagalega og hugmyndafræðilega séð. Bækur
hans voru þýddar á tólf tungumál, seldust í yfir fjórum milljónum eintaka
í Bandaríkjunum og sagt var að hann „fengi meira borgað fyrir hvert orð í
sögum sínum heldur en nokkur annar samtímarithöfundur, þar með taldir
68 James Oliver Curwood, The Grizzly King, bls. vii.
69 James Oliver Curwood, The Grizzly King, bls. viii.
70 James Oliver Curwood, God’s Country: The Trail to Happiness, New York: Cosmopo-
litan Book Corporation, 1921, bls. 12–13.
71 James Oliver Curwood, God’s Country, bls. 13.
72 John Hepler, „Michigan’s Forgotten Son – James Oliver Curwood“, Midwestern
Miscellany VII, The Society for the Study of Midwestern Literature, ritstjóri David D.
Anderson, East Lansing, MI: The Midwestern Press, 1979, bls. 25–33, bls. 25.
RAUNSÆISDÝR OG NÁTTúRUVÍSINDASKÁLDSKAPUR